Engar framfarir án öryggis 24. júlí 2004 00:01 Stöðugar skærur um gervallt Írak eru meginástæða þess að efnahagslíf landsins er enn í lamasessi, fimmtán mánuðum eftir að Saddam Hussein var steypt af stóli. Fjárfestingar erlendra aðila eru forsenda þess að hjól efnahagslífsins farið að snúast á nýjan leik en fjárfestar halda að sér á höndum á meðan ástand öryggismála í landinu batnar ekki. Síðustu mánuði hafa íslamskir öfgahópar hert baráttuna gegn hernámsliðinu og öryggissveitum bráðabirgðastjórnvalda í Írak. Hundruð manna hafa týnt lífi í sprengjuárásum, ráðamenn hafa verið myrtir og útlendingar ítrekað hnepptir í gíslingu. Um fjórðungur íraskra verksmiðja var eyðilagður í tveimur styrjöldum Íraka við Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra. Þær verksmiðjur sem þó eru heilar geta ekki starfað á fullum afköstum þar sem varahluti og ýmsan búnað skortir. Iðnaðarráðherra Íraka, Hajim al-Hassani, lýsti í gær yfir miklum áhyggjum af ástandi mála: "Vandamálið verður ekki leyst án erlendra fjárfestinga," sagði al-Hassani, "en án öryggis er erlend fjárfesting óhugsandi." Að sögn ráðherrans gerðu hernámsyfirvöld bandamanna enga tilraun til að lagfæra framleiðslutæki landsins meðan á hernámi stóð en því lauk 28. júní síðastliðinn þegar bráðabirgðastjórn Íraka tók við völdum. Ástæðan fyrir aðgerðarleysi hernámsstjórnarnnar var sú að sögn íraska ráðherrans að hún vildi einkavæða fyrirtækin áður en uppbygging hæfist. Erfiðlega gengur hins vegar að fá fjárfesta til að leggja fé í verksmiðjur sem eru óstarfhæfar. Al -Hassani segir þó að áhugi erlendra fjárfesta sé sannarlega til staðar og tók hann nýlega á móti stórum hópi fjárfesta frá Bandaríkjunum, Evrópu og ýmsum Persaflóaríkjum. "Áhuginn er til staðar en fjárfestar eru einfaldlega ekki enn reiðubúnir að taka áhættuna," sagði ráðherrann. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Sjá meira
Stöðugar skærur um gervallt Írak eru meginástæða þess að efnahagslíf landsins er enn í lamasessi, fimmtán mánuðum eftir að Saddam Hussein var steypt af stóli. Fjárfestingar erlendra aðila eru forsenda þess að hjól efnahagslífsins farið að snúast á nýjan leik en fjárfestar halda að sér á höndum á meðan ástand öryggismála í landinu batnar ekki. Síðustu mánuði hafa íslamskir öfgahópar hert baráttuna gegn hernámsliðinu og öryggissveitum bráðabirgðastjórnvalda í Írak. Hundruð manna hafa týnt lífi í sprengjuárásum, ráðamenn hafa verið myrtir og útlendingar ítrekað hnepptir í gíslingu. Um fjórðungur íraskra verksmiðja var eyðilagður í tveimur styrjöldum Íraka við Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra. Þær verksmiðjur sem þó eru heilar geta ekki starfað á fullum afköstum þar sem varahluti og ýmsan búnað skortir. Iðnaðarráðherra Íraka, Hajim al-Hassani, lýsti í gær yfir miklum áhyggjum af ástandi mála: "Vandamálið verður ekki leyst án erlendra fjárfestinga," sagði al-Hassani, "en án öryggis er erlend fjárfesting óhugsandi." Að sögn ráðherrans gerðu hernámsyfirvöld bandamanna enga tilraun til að lagfæra framleiðslutæki landsins meðan á hernámi stóð en því lauk 28. júní síðastliðinn þegar bráðabirgðastjórn Íraka tók við völdum. Ástæðan fyrir aðgerðarleysi hernámsstjórnarnnar var sú að sögn íraska ráðherrans að hún vildi einkavæða fyrirtækin áður en uppbygging hæfist. Erfiðlega gengur hins vegar að fá fjárfesta til að leggja fé í verksmiðjur sem eru óstarfhæfar. Al -Hassani segir þó að áhugi erlendra fjárfesta sé sannarlega til staðar og tók hann nýlega á móti stórum hópi fjárfesta frá Bandaríkjunum, Evrópu og ýmsum Persaflóaríkjum. "Áhuginn er til staðar en fjárfestar eru einfaldlega ekki enn reiðubúnir að taka áhættuna," sagði ráðherrann.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Sjá meira