Erlent

Clinton harðorður í garð Bush

Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, var harðorður í garð George Bush forseta í ræðu sinni við setningu flokksþings Demókrataflokksins í Boston í gærkvöldi og sagði stefnu hans sundra þjóðinni. Þannig sagði Clinton að viska og styrkur væru ekki andstæð gildi en Bush forseti leggur jafnan mikla áherslu á styrk Bandaríkjamanna. Samkvæmt könnunum hefur Bush nauma forystu á Kerry en sá síðarnefndi verður formlega útnefndur forsetaframbjóðandi demókrata á flokksþinginu á fimmtudaginn og John Edwards varaforsetaefni. Hægt er að horfa á fréttina úr morgunsjónvarpi Stöðvar 2 með því að smella á hlekkinn hér að neðan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×