Ekki áfellisdómur yfir nefndinni 27. júlí 2004 00:01 Stjórnarmaður í eftirmenntunarnefnd rafeindavirkja vísar því alfarið á bug að nefndin eigi að bera halla af því að hafa ekki, sem skyldi, séð um fjárreiður eftirmenntunarsjóðsins og fylgst með verkum fyrrverandi skólastjóra Rafiðnaðarskólans. Hann segist ekki líta svo á að dómur Héraðsdóms frá í gær sé áfellisdómur yfir starfi nefndarinnar. Héraðsdómur sýknaði í gær Jón Árna Rúnarsson, fyrrverandi skólastjóra Rafiðnaðarskólans, af ákæru um að hafa dregið sér tæplega 29 milljónir króna af svokölluðu endurmenntunargjaldi, sem átti að ganga til reksturs Rafiðnaðarskólans frá vinnuveitendum í rafiðnaði, meðan hann gegndi starfi skólastjórans á tímabilinu 1994 til 2001. Hann var hins vegar fundinn sekur um skjalafals og dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa breytt fjárhæð á pöntunareyðiblaði, úr 150 þúsund krónum í 450 þúsund. Dómurinn nú er ekki hvað síst athyglisverður fyrir þær sakir að í maí í fyrra dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur í einkamáli, sem eftirmenntunarnefnd rafeindavirkja höfðaði gegn skólastjóranum fyrrverandi, og var hann þá dæmdur til þess að endurgreiða nefndinni um 32 milljónir króna. Í dóminum frá í gær segir meðal annars að samræmingu og eftirlit hafi skort í ákvörðun um launagreiðslur til hans af hálfu nefndarmanna í Eftirmenntun rafeindavirkja. Það hafi ótvírætt verið í verkahring þeirra að fylgjast með verkum ákærða og sjá um fjárreiður eftirmenntunarsjóðs, en þessu hafi ekki verið fylgt og af því yrði eftirmenntunarnefndin að bera halla. Sveinn Jónsson, stjórnarmaður í nefndinni á þeim tíma þegar Jón Árni var skólastjóri Rafiðnaðarskólans, vísar þessu algjörlega á bug. Hann segir nefndina vera skipaða fjórum mönnum sem eru félagskosnir, tveimur frá félögum launþega og tveimur frá félögum atvinnurekenda, og að hlutverk þeirra í endurmenntunarnefdinni sé faglegt en ekki fjármálalegt. Að sögn Sveins tók Rafiðnaðarskólinni við rekstrarformi nefndarinnar árið 1993 og þá hafi Jón Árni farið á launaskrá hjá skólanum. Eftir það hafi nefndin ekki haft nein fjárráð eða bókhald með höndum. Í yfirlýsingu frá Guðmundi Gunnarssyni, formanni Rafiðnaðarsambandsins, vegna málsins segir að það hljóti að vera mönnum umhugsunarefni að nú liggi fyrir tveir ólíkir dómar í málinu en þetta séu verkefni sem Hæstiréttur verði að kveða á um. Í yfirlýsingunni er meðal annars bent á að skólastjórinn fyrrverandi, sem dæmdur var fyrir skjalafals, haldi því fram að um sé að ræða launagreiðslur en engir launamiðar hafi verið lagðir fram og ekkert hafi verið gefið upp til skatts. Auk þess er bent á að Jón Árni hafi tilkynnt skattstjóra það sérstaklega árið 1993 að eftirmenntunarnefnd rafeindavirkja væri ekki launagreiðandi. Hægt er að hlusta á viðtal við Svein Jónsson úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hljóp á sig Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira
Stjórnarmaður í eftirmenntunarnefnd rafeindavirkja vísar því alfarið á bug að nefndin eigi að bera halla af því að hafa ekki, sem skyldi, séð um fjárreiður eftirmenntunarsjóðsins og fylgst með verkum fyrrverandi skólastjóra Rafiðnaðarskólans. Hann segist ekki líta svo á að dómur Héraðsdóms frá í gær sé áfellisdómur yfir starfi nefndarinnar. Héraðsdómur sýknaði í gær Jón Árna Rúnarsson, fyrrverandi skólastjóra Rafiðnaðarskólans, af ákæru um að hafa dregið sér tæplega 29 milljónir króna af svokölluðu endurmenntunargjaldi, sem átti að ganga til reksturs Rafiðnaðarskólans frá vinnuveitendum í rafiðnaði, meðan hann gegndi starfi skólastjórans á tímabilinu 1994 til 2001. Hann var hins vegar fundinn sekur um skjalafals og dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa breytt fjárhæð á pöntunareyðiblaði, úr 150 þúsund krónum í 450 þúsund. Dómurinn nú er ekki hvað síst athyglisverður fyrir þær sakir að í maí í fyrra dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur í einkamáli, sem eftirmenntunarnefnd rafeindavirkja höfðaði gegn skólastjóranum fyrrverandi, og var hann þá dæmdur til þess að endurgreiða nefndinni um 32 milljónir króna. Í dóminum frá í gær segir meðal annars að samræmingu og eftirlit hafi skort í ákvörðun um launagreiðslur til hans af hálfu nefndarmanna í Eftirmenntun rafeindavirkja. Það hafi ótvírætt verið í verkahring þeirra að fylgjast með verkum ákærða og sjá um fjárreiður eftirmenntunarsjóðs, en þessu hafi ekki verið fylgt og af því yrði eftirmenntunarnefndin að bera halla. Sveinn Jónsson, stjórnarmaður í nefndinni á þeim tíma þegar Jón Árni var skólastjóri Rafiðnaðarskólans, vísar þessu algjörlega á bug. Hann segir nefndina vera skipaða fjórum mönnum sem eru félagskosnir, tveimur frá félögum launþega og tveimur frá félögum atvinnurekenda, og að hlutverk þeirra í endurmenntunarnefdinni sé faglegt en ekki fjármálalegt. Að sögn Sveins tók Rafiðnaðarskólinni við rekstrarformi nefndarinnar árið 1993 og þá hafi Jón Árni farið á launaskrá hjá skólanum. Eftir það hafi nefndin ekki haft nein fjárráð eða bókhald með höndum. Í yfirlýsingu frá Guðmundi Gunnarssyni, formanni Rafiðnaðarsambandsins, vegna málsins segir að það hljóti að vera mönnum umhugsunarefni að nú liggi fyrir tveir ólíkir dómar í málinu en þetta séu verkefni sem Hæstiréttur verði að kveða á um. Í yfirlýsingunni er meðal annars bent á að skólastjórinn fyrrverandi, sem dæmdur var fyrir skjalafals, haldi því fram að um sé að ræða launagreiðslur en engir launamiðar hafi verið lagðir fram og ekkert hafi verið gefið upp til skatts. Auk þess er bent á að Jón Árni hafi tilkynnt skattstjóra það sérstaklega árið 1993 að eftirmenntunarnefnd rafeindavirkja væri ekki launagreiðandi. Hægt er að hlusta á viðtal við Svein Jónsson úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hljóp á sig Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira