Ekki áfellisdómur yfir nefndinni 27. júlí 2004 00:01 Stjórnarmaður í eftirmenntunarnefnd rafeindavirkja vísar því alfarið á bug að nefndin eigi að bera halla af því að hafa ekki, sem skyldi, séð um fjárreiður eftirmenntunarsjóðsins og fylgst með verkum fyrrverandi skólastjóra Rafiðnaðarskólans. Hann segist ekki líta svo á að dómur Héraðsdóms frá í gær sé áfellisdómur yfir starfi nefndarinnar. Héraðsdómur sýknaði í gær Jón Árna Rúnarsson, fyrrverandi skólastjóra Rafiðnaðarskólans, af ákæru um að hafa dregið sér tæplega 29 milljónir króna af svokölluðu endurmenntunargjaldi, sem átti að ganga til reksturs Rafiðnaðarskólans frá vinnuveitendum í rafiðnaði, meðan hann gegndi starfi skólastjórans á tímabilinu 1994 til 2001. Hann var hins vegar fundinn sekur um skjalafals og dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa breytt fjárhæð á pöntunareyðiblaði, úr 150 þúsund krónum í 450 þúsund. Dómurinn nú er ekki hvað síst athyglisverður fyrir þær sakir að í maí í fyrra dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur í einkamáli, sem eftirmenntunarnefnd rafeindavirkja höfðaði gegn skólastjóranum fyrrverandi, og var hann þá dæmdur til þess að endurgreiða nefndinni um 32 milljónir króna. Í dóminum frá í gær segir meðal annars að samræmingu og eftirlit hafi skort í ákvörðun um launagreiðslur til hans af hálfu nefndarmanna í Eftirmenntun rafeindavirkja. Það hafi ótvírætt verið í verkahring þeirra að fylgjast með verkum ákærða og sjá um fjárreiður eftirmenntunarsjóðs, en þessu hafi ekki verið fylgt og af því yrði eftirmenntunarnefndin að bera halla. Sveinn Jónsson, stjórnarmaður í nefndinni á þeim tíma þegar Jón Árni var skólastjóri Rafiðnaðarskólans, vísar þessu algjörlega á bug. Hann segir nefndina vera skipaða fjórum mönnum sem eru félagskosnir, tveimur frá félögum launþega og tveimur frá félögum atvinnurekenda, og að hlutverk þeirra í endurmenntunarnefdinni sé faglegt en ekki fjármálalegt. Að sögn Sveins tók Rafiðnaðarskólinni við rekstrarformi nefndarinnar árið 1993 og þá hafi Jón Árni farið á launaskrá hjá skólanum. Eftir það hafi nefndin ekki haft nein fjárráð eða bókhald með höndum. Í yfirlýsingu frá Guðmundi Gunnarssyni, formanni Rafiðnaðarsambandsins, vegna málsins segir að það hljóti að vera mönnum umhugsunarefni að nú liggi fyrir tveir ólíkir dómar í málinu en þetta séu verkefni sem Hæstiréttur verði að kveða á um. Í yfirlýsingunni er meðal annars bent á að skólastjórinn fyrrverandi, sem dæmdur var fyrir skjalafals, haldi því fram að um sé að ræða launagreiðslur en engir launamiðar hafi verið lagðir fram og ekkert hafi verið gefið upp til skatts. Auk þess er bent á að Jón Árni hafi tilkynnt skattstjóra það sérstaklega árið 1993 að eftirmenntunarnefnd rafeindavirkja væri ekki launagreiðandi. Hægt er að hlusta á viðtal við Svein Jónsson úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sjá meira
Stjórnarmaður í eftirmenntunarnefnd rafeindavirkja vísar því alfarið á bug að nefndin eigi að bera halla af því að hafa ekki, sem skyldi, séð um fjárreiður eftirmenntunarsjóðsins og fylgst með verkum fyrrverandi skólastjóra Rafiðnaðarskólans. Hann segist ekki líta svo á að dómur Héraðsdóms frá í gær sé áfellisdómur yfir starfi nefndarinnar. Héraðsdómur sýknaði í gær Jón Árna Rúnarsson, fyrrverandi skólastjóra Rafiðnaðarskólans, af ákæru um að hafa dregið sér tæplega 29 milljónir króna af svokölluðu endurmenntunargjaldi, sem átti að ganga til reksturs Rafiðnaðarskólans frá vinnuveitendum í rafiðnaði, meðan hann gegndi starfi skólastjórans á tímabilinu 1994 til 2001. Hann var hins vegar fundinn sekur um skjalafals og dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa breytt fjárhæð á pöntunareyðiblaði, úr 150 þúsund krónum í 450 þúsund. Dómurinn nú er ekki hvað síst athyglisverður fyrir þær sakir að í maí í fyrra dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur í einkamáli, sem eftirmenntunarnefnd rafeindavirkja höfðaði gegn skólastjóranum fyrrverandi, og var hann þá dæmdur til þess að endurgreiða nefndinni um 32 milljónir króna. Í dóminum frá í gær segir meðal annars að samræmingu og eftirlit hafi skort í ákvörðun um launagreiðslur til hans af hálfu nefndarmanna í Eftirmenntun rafeindavirkja. Það hafi ótvírætt verið í verkahring þeirra að fylgjast með verkum ákærða og sjá um fjárreiður eftirmenntunarsjóðs, en þessu hafi ekki verið fylgt og af því yrði eftirmenntunarnefndin að bera halla. Sveinn Jónsson, stjórnarmaður í nefndinni á þeim tíma þegar Jón Árni var skólastjóri Rafiðnaðarskólans, vísar þessu algjörlega á bug. Hann segir nefndina vera skipaða fjórum mönnum sem eru félagskosnir, tveimur frá félögum launþega og tveimur frá félögum atvinnurekenda, og að hlutverk þeirra í endurmenntunarnefdinni sé faglegt en ekki fjármálalegt. Að sögn Sveins tók Rafiðnaðarskólinni við rekstrarformi nefndarinnar árið 1993 og þá hafi Jón Árni farið á launaskrá hjá skólanum. Eftir það hafi nefndin ekki haft nein fjárráð eða bókhald með höndum. Í yfirlýsingu frá Guðmundi Gunnarssyni, formanni Rafiðnaðarsambandsins, vegna málsins segir að það hljóti að vera mönnum umhugsunarefni að nú liggi fyrir tveir ólíkir dómar í málinu en þetta séu verkefni sem Hæstiréttur verði að kveða á um. Í yfirlýsingunni er meðal annars bent á að skólastjórinn fyrrverandi, sem dæmdur var fyrir skjalafals, haldi því fram að um sé að ræða launagreiðslur en engir launamiðar hafi verið lagðir fram og ekkert hafi verið gefið upp til skatts. Auk þess er bent á að Jón Árni hafi tilkynnt skattstjóra það sérstaklega árið 1993 að eftirmenntunarnefnd rafeindavirkja væri ekki launagreiðandi. Hægt er að hlusta á viðtal við Svein Jónsson úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sjá meira