Erlent

Reagan talaði hjá demókrötum

Ræða Ron Reagans á flokksþingi demókrata í fyrradag hefur vakið mikla athygli. Ron er sonur Ronalds Reagan, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, sem er afar dáður af repúblikönum vestra. Tilefni ræðu Rons var að mótmæla þeirri stefnu stjórnar George W. Bush að banna stofnfrumurannsóknir. Í ræðu sinni hvatti hann kjósendur til að þess að láta afstöðu frambjóðenda til stofnfrumurannsókna ráða því hvernig þeir greiða atkvæði í forsetakosningunum 2. nóvember næstkomandi. John Kerry, forsetaframbjóðandi demókrata, er fylgjandi því að heimila stofnfrumurannsóknir og því er yfirlýsing Ron Reagans í raun stuðningsyfirlýsing við Kerry. "Innan nokkurra mánuða standa kjósendur frammi fyrir vali. Ekki einungis milli tveggja flokka eða tveggja frambjóðenda, heldur því að taka stór skref áfram í þágu alls mannkyns. Valið stendur á milli fortíðar og framtíðar, milli skynsemi og fáfræði, milli raunverulegrar samúðar og blákaldrar hugmyndafræði," sagði sonur Reagans heitins á flokksþingi demókrata



Fleiri fréttir

Sjá meira


×