Innlent

Ragnar neitaði sök

Ragnar Sigurjónsson neitaði sök í Héraðsdómi Reykjaness í dag þegar aðalmeðferð hófst í máli ríkisins gegn honum. Ragnari er gefið að sök að hafa svikið á fimmtu milljón króna út úr Nígeríumanni sem stóð í þeirri trú að Ragnar ætlaði að selja honum skreiðarfarm. Ragnar bar fyrir réttinum í dag að hann hefði verið búinn að endurgreiða Nígeríumanninum hluta fjárins og ætlað sér að láta hann fá skreið fyrir afganginn eða endurgreiða honum að fullu. Málareksturinn hófst fyrir sex árum en í millitíðinni flúði Ragnar til Tælands. Hann snéri heim á leið í fylgd lögreglu í byrjun síðasta mánaðar. Ragnar var í Héraðsdómi spurður út í ástæður þess að hann hefði flúið land á sínum tíma og sagði hann ástæður þess vera af persónulegum toga og að aldrei hefði vakað fyrir honum að flýja réttvísina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×