Hörðustu bardagar í margar vikur 12. september 2004 00:01 Einhverjir hörðustu götubardagar í margar vikur hafa geisað síðasta sólarhringinn í Bagdad, höfuðborg Íraks. Óöld ríkir þar og svo virðist sem enginn hafi stjórn á ástandinu. Tveir mánuðir eru síðan heimastjórn Íraka tók við völdum í landinu en hvorki heimastjórnin né bandaríski herinn virðast þó hafa stjórn á ástandinu. Síðasta sólarhringinn hafa tæplega þrjátíu látið lífið og yfir hundrað særst í Bagdad í ýmis konar skærum og bardögum á víð og dreif um borgina. Eitthvert alvarlegasta atvikið átti sér stað eftir að írakskir uppreisnarmenn sprengdu bandarískan brynbíl í loft upp. Fjórir bandarískir hermenn voru fluttir á brott með minniháttar meiðsl en Bandaríkjaher lét ekki þar við sitja heldur sendi árásarþyrlu til að eyðileggja brynbílinn alveg og koma þannig í veg fyrir að uppreisnarmenn kæmust yfir vopn úr honum. Í millitíðinni hafði hins vegar mikill mannfjöldi safnast saman við bílinn til að fagna, bæði uppreisnarmenn og ungir drengir sem höfðu ekki tíma til að koma sér í burtu áður en bandaríska þyrlan gerði árás. Tvö börn létu lífið auk fréttamanns hjá arabísku sjónvarpsstöðinni Al Arabiyya. Hann var að undirbúa frétt þegar sprengjubrot hæfði hann. Hann féll á jörðina með ópum og sagðist vera að deyja. Sjónvarpsstöðin sýndi myndirnar skömmu síðar. Írakskur öfgahópur sem heldur tveimur ítölskum konum í haldi í Bagdad hefur hótað að lífláta þær innan sólarhrings verði ítalskir hermenn í Írak ekki kallaðir heim. Ríkisstjórn Ítalíu segist ekki munu ræða við mannræningjana. Konurnar, sem báðar eru 29 ára gamlar, unnu hjá ítölskum hjálparsamtökum. Erlent Fréttir Írak Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Sjá meira
Einhverjir hörðustu götubardagar í margar vikur hafa geisað síðasta sólarhringinn í Bagdad, höfuðborg Íraks. Óöld ríkir þar og svo virðist sem enginn hafi stjórn á ástandinu. Tveir mánuðir eru síðan heimastjórn Íraka tók við völdum í landinu en hvorki heimastjórnin né bandaríski herinn virðast þó hafa stjórn á ástandinu. Síðasta sólarhringinn hafa tæplega þrjátíu látið lífið og yfir hundrað særst í Bagdad í ýmis konar skærum og bardögum á víð og dreif um borgina. Eitthvert alvarlegasta atvikið átti sér stað eftir að írakskir uppreisnarmenn sprengdu bandarískan brynbíl í loft upp. Fjórir bandarískir hermenn voru fluttir á brott með minniháttar meiðsl en Bandaríkjaher lét ekki þar við sitja heldur sendi árásarþyrlu til að eyðileggja brynbílinn alveg og koma þannig í veg fyrir að uppreisnarmenn kæmust yfir vopn úr honum. Í millitíðinni hafði hins vegar mikill mannfjöldi safnast saman við bílinn til að fagna, bæði uppreisnarmenn og ungir drengir sem höfðu ekki tíma til að koma sér í burtu áður en bandaríska þyrlan gerði árás. Tvö börn létu lífið auk fréttamanns hjá arabísku sjónvarpsstöðinni Al Arabiyya. Hann var að undirbúa frétt þegar sprengjubrot hæfði hann. Hann féll á jörðina með ópum og sagðist vera að deyja. Sjónvarpsstöðin sýndi myndirnar skömmu síðar. Írakskur öfgahópur sem heldur tveimur ítölskum konum í haldi í Bagdad hefur hótað að lífláta þær innan sólarhrings verði ítalskir hermenn í Írak ekki kallaðir heim. Ríkisstjórn Ítalíu segist ekki munu ræða við mannræningjana. Konurnar, sem báðar eru 29 ára gamlar, unnu hjá ítölskum hjálparsamtökum.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Sjá meira