Launamunur kynjanna óbreyttur 15. september 2004 00:01 Það er best að vera karlmaður á fertugsaldri með háskólapróf. Þá eru launin í það minnsta hærri en hjá öðrum miðað við nýja launakönnun VR. Samkvæmt henni hafa heildarlaun félagsmanna VR hækkað um fimm prósent frá því í fyrra en vinnutíminn hefur lengst og launamunur kynjanna er óbreyttur. Meðalheildarlaun VR-félaga hækkuðu úr 249 þúsund krónum á mánuði í fyrra í 273 þúsund núna. Þetta er fimm prósenta hækkun. Hins vegar hefur vinnuvika félagsmanna lengst og vinna þeir nú að meðaltali tæplega 45 klukkustundir á viku. Það er einni og hálfri klukkustund meira en í fyrra. Þessi þróun vekur nokkra athygli en þetta er annað árið í röð sem vinnutími félagsmanna lengist á sama tíma og verkalýðsfélög hafa lagt áherslu á styttingu vinnutímans á síðustu árum. Það kemur ekki á óvart að þeir sem vinna lengst er yngsta fólkið og eldra fólkið vinnur styst. Þá vinnur langskólagengið fólk lengur en aðrir en könnunin sýnir einnig að því lengur sem fólk vinnur, því óánægðara er það í vinnunni. Hæstu launin hafa forstöðumenn og sviðsstjórar, eða 424 þúsund á mánuði. Lægstu launin hefur hins vegar afgreiðslufólk á kassa, 154 þúsund krónur á mánuði. Þeir félagsmanna VR sem hækkuðu mest var sölu- og afgreiðslufólk en laun þess hækkuðu að meðaltali um tíu prósent á milli ára. Laun flestra hækkuðu eitthvað en þó lækkuðu laun í einstökum hópum stjórnenda og sérfræðinga. Könnunin sýnir ljóslega að menntun skiptir máli hvað laun varðar. Háskólamenntað fólk í VR hefur að meðaltali 32% hærri heildarlaun en aðrir. Fólk á milli þrítugs og fertugs er með hærri laun en aðrir og loks er bilið á milli kynjanna ekkert að minnka; karlar eru að meðaltali með 307 þúsund krónur en konur 252 þúsund. Þessi munur er 22 prósent eða sami munur og í könnuninni í fyrra. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent „Mál að linni“ Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Það er best að vera karlmaður á fertugsaldri með háskólapróf. Þá eru launin í það minnsta hærri en hjá öðrum miðað við nýja launakönnun VR. Samkvæmt henni hafa heildarlaun félagsmanna VR hækkað um fimm prósent frá því í fyrra en vinnutíminn hefur lengst og launamunur kynjanna er óbreyttur. Meðalheildarlaun VR-félaga hækkuðu úr 249 þúsund krónum á mánuði í fyrra í 273 þúsund núna. Þetta er fimm prósenta hækkun. Hins vegar hefur vinnuvika félagsmanna lengst og vinna þeir nú að meðaltali tæplega 45 klukkustundir á viku. Það er einni og hálfri klukkustund meira en í fyrra. Þessi þróun vekur nokkra athygli en þetta er annað árið í röð sem vinnutími félagsmanna lengist á sama tíma og verkalýðsfélög hafa lagt áherslu á styttingu vinnutímans á síðustu árum. Það kemur ekki á óvart að þeir sem vinna lengst er yngsta fólkið og eldra fólkið vinnur styst. Þá vinnur langskólagengið fólk lengur en aðrir en könnunin sýnir einnig að því lengur sem fólk vinnur, því óánægðara er það í vinnunni. Hæstu launin hafa forstöðumenn og sviðsstjórar, eða 424 þúsund á mánuði. Lægstu launin hefur hins vegar afgreiðslufólk á kassa, 154 þúsund krónur á mánuði. Þeir félagsmanna VR sem hækkuðu mest var sölu- og afgreiðslufólk en laun þess hækkuðu að meðaltali um tíu prósent á milli ára. Laun flestra hækkuðu eitthvað en þó lækkuðu laun í einstökum hópum stjórnenda og sérfræðinga. Könnunin sýnir ljóslega að menntun skiptir máli hvað laun varðar. Háskólamenntað fólk í VR hefur að meðaltali 32% hærri heildarlaun en aðrir. Fólk á milli þrítugs og fertugs er með hærri laun en aðrir og loks er bilið á milli kynjanna ekkert að minnka; karlar eru að meðaltali með 307 þúsund krónur en konur 252 þúsund. Þessi munur er 22 prósent eða sami munur og í könnuninni í fyrra.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent „Mál að linni“ Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira