Bitist um Valsheimilið 15. september 2004 00:01 KB banki hefur samið við Knattspyrnufélagið Val um að gæta barna starfsmanna í kennaraverkfalli. Börnin verða á námskeiði í Valsheimilinu sem kennarar höfðu áður samið við félagið um að yrði verkfallsmiðstöð. Þeir eru nágrannar þessa dagana í Borgartúninu, Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins sem situr á löngum fundum í Karphúsinu, og Svali Björgvinsson, starfsmannastjóri KB banka. Þeir slógust um hylli knattspyrnufélagsins Vals til afnota af húsnæði þess í hugsanlegu kennaraverkfalli. Eiríkur segir að framkvæmdastjóri Vals hafi verið búinn að handsala samning við kennara sem ætluðu að leigja Valshemilið. Formaður félagsins hafi hinsvegar rift því samkomulagi á síðustu stundu. Eiríkur segir að ef hann væri Valsmaður myndi hann spyrja sjálfan sig hvort hann vildi vera í félagi þar sem menn í forsvari væru þess eðlis að ekki sé hægt að treysta orðum þeirra. Íslandsbanki og Sjóvá-Almennar hafa nú sagt að starfsemi heilsuskóla í kennaraverkfalli verði eingöngu á vegum foreldrafélags fyrirtækjanna og hafa róað með því Kennarasambandið. Svali Björgvinsson, starfsmannastjóri KB banka dregur hins vegar enga fjöður yfir það að bankinn ætli að standa fyrir barnagæslu í Valsheimilinu. Hann hefði samt frekar viljað að börnin væru að læra lestur og skrift í skólanum. Svala þykir það miður að orkan í deilunni sé farin að snúast um það hvað fyrirtæki geri við börn starfsmanna á meðan hugsanlegu verkfalli stendur. Honum þykir þetta ekki það stórt mál að það verðskuldi reiði kennara. Eiríkur Jónsson segir að þótt slík starfsemi sé kannski ekki verkfallsbrot samkvæmt lögum þá sé hún siðlaus og íhlutun í deiluna. Hann spyr sig hvort stjórnendur fyrirtækja sem geri svona séu að gæta hagsmuna barnanna eða standa vörð um láglaunastefnu. Hann skorar á bankann að taka upp barnagæslu í öllum skólafríum. „Við ætlum að reyna að fá frið til að snúa okkur að samningaborðinu og vonumst eftir því að fyrirtæki sjái að sér og séu ekki að ögra með þessum hætti,“ segir Eiríkur. Myndin er af Eiríki Jónssyni. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Sjá meira
KB banki hefur samið við Knattspyrnufélagið Val um að gæta barna starfsmanna í kennaraverkfalli. Börnin verða á námskeiði í Valsheimilinu sem kennarar höfðu áður samið við félagið um að yrði verkfallsmiðstöð. Þeir eru nágrannar þessa dagana í Borgartúninu, Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins sem situr á löngum fundum í Karphúsinu, og Svali Björgvinsson, starfsmannastjóri KB banka. Þeir slógust um hylli knattspyrnufélagsins Vals til afnota af húsnæði þess í hugsanlegu kennaraverkfalli. Eiríkur segir að framkvæmdastjóri Vals hafi verið búinn að handsala samning við kennara sem ætluðu að leigja Valshemilið. Formaður félagsins hafi hinsvegar rift því samkomulagi á síðustu stundu. Eiríkur segir að ef hann væri Valsmaður myndi hann spyrja sjálfan sig hvort hann vildi vera í félagi þar sem menn í forsvari væru þess eðlis að ekki sé hægt að treysta orðum þeirra. Íslandsbanki og Sjóvá-Almennar hafa nú sagt að starfsemi heilsuskóla í kennaraverkfalli verði eingöngu á vegum foreldrafélags fyrirtækjanna og hafa róað með því Kennarasambandið. Svali Björgvinsson, starfsmannastjóri KB banka dregur hins vegar enga fjöður yfir það að bankinn ætli að standa fyrir barnagæslu í Valsheimilinu. Hann hefði samt frekar viljað að börnin væru að læra lestur og skrift í skólanum. Svala þykir það miður að orkan í deilunni sé farin að snúast um það hvað fyrirtæki geri við börn starfsmanna á meðan hugsanlegu verkfalli stendur. Honum þykir þetta ekki það stórt mál að það verðskuldi reiði kennara. Eiríkur Jónsson segir að þótt slík starfsemi sé kannski ekki verkfallsbrot samkvæmt lögum þá sé hún siðlaus og íhlutun í deiluna. Hann spyr sig hvort stjórnendur fyrirtækja sem geri svona séu að gæta hagsmuna barnanna eða standa vörð um láglaunastefnu. Hann skorar á bankann að taka upp barnagæslu í öllum skólafríum. „Við ætlum að reyna að fá frið til að snúa okkur að samningaborðinu og vonumst eftir því að fyrirtæki sjái að sér og séu ekki að ögra með þessum hætti,“ segir Eiríkur. Myndin er af Eiríki Jónssyni.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Sjá meira