Krakar í skólann án kennara 16. september 2004 00:01 Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífisins, segir að grunnskólabörn ættu að geta gengið í skóla þrátt fyrir verkfall kennara. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir orð Ara ætluð til að verja láglaunastefnu sem sé Samtökunum í hag. Ari segir Samtökin telja algerlega heimilt að fólk sem starfi í skólum og sé ekki í verkfalli sinni þeim áfram þrátt fyrir verkfall. "Einnig væri löglegt að lána skólahúsnæði til þeirra sem hefðu ofan af fyrir börnunum ef þeir gengu ekki inn á störf kennara. Út frá vinnurétti væri það heimilt, hvað þá að fyrirtæki skipuleggi sig í kringum þau vandamál sem skapast vegna verkfallsins." Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir ekki vert að svara orðum Ara. "Orð hans eru út úr öllum kortum. Ég skil ekki af hverju fyrirtæki á almennum markaði og Samtök atvinnulífisins eru að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að samningar náist. Nema að sá grunur sem læddist að mér í fyrradag sé réttur; að þeir óttist að láglaunastefna þeirra verði brotin á bak aftur," segir Eiríkur. "Þeir hafa markað ákveðna láglaunastefnu sem hefur leitt það af sér að kaupmáttur fólks er að falla. Það er í þeirra hag að sú láglaunastefna festist í sessi og Ari Edwald er í forystu um að verja þann hag." Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Fleiri fréttir Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Sjá meira
Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífisins, segir að grunnskólabörn ættu að geta gengið í skóla þrátt fyrir verkfall kennara. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir orð Ara ætluð til að verja láglaunastefnu sem sé Samtökunum í hag. Ari segir Samtökin telja algerlega heimilt að fólk sem starfi í skólum og sé ekki í verkfalli sinni þeim áfram þrátt fyrir verkfall. "Einnig væri löglegt að lána skólahúsnæði til þeirra sem hefðu ofan af fyrir börnunum ef þeir gengu ekki inn á störf kennara. Út frá vinnurétti væri það heimilt, hvað þá að fyrirtæki skipuleggi sig í kringum þau vandamál sem skapast vegna verkfallsins." Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir ekki vert að svara orðum Ara. "Orð hans eru út úr öllum kortum. Ég skil ekki af hverju fyrirtæki á almennum markaði og Samtök atvinnulífisins eru að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að samningar náist. Nema að sá grunur sem læddist að mér í fyrradag sé réttur; að þeir óttist að láglaunastefna þeirra verði brotin á bak aftur," segir Eiríkur. "Þeir hafa markað ákveðna láglaunastefnu sem hefur leitt það af sér að kaupmáttur fólks er að falla. Það er í þeirra hag að sú láglaunastefna festist í sessi og Ari Edwald er í forystu um að verja þann hag."
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Fleiri fréttir Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Sjá meira