Hækkuðu kröfurnar á lokasprettinum 20. september 2004 00:01 Launanefnd sveitarfélaga segir grunnskólakennara hafa hækkað kröfur sínar verulega rétt fyrir boðað verkfall. Á heimasíðu Sambands sveitarfélaga segir að kröfur kennara hefðu þýtt 8,7 til 10,4 milljarða króna kostnaðarauka á ársgrundvelli. Heildarlaunakostnaður sveitarfélaga vegna grunnskólakennara á þessu ári nemur 16,2 milljörðum. Á samningafundi hjá ríkissáttasemjara síðastliðinn fimmtudag 16. september lagði forysta grunnskólakennara fram endurskoðaða kröfugerð sem felur að mati launanefndar sveitarfélaga (LN), í sér mun meiri kostnaðarauka en tilboð hennar frá því í vor. Samninganefnd LN gat alls ekki fallist á þá kröfu að því er fram kemur á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þá segir að Kennarasamband Íslands telji að kostnaðarhækkanir sveitarfélaga vegna kröfugerðar þeirra nemi við upphaf samnings 24,5 prósent en í árslok 2007 34,4 prósent. Ef samið yrði til ársloka 2008 myndi það leiða til 42,4 prósenta kostnaðarauka að mati KÍ. Samninganefnd LN segir að mönnum hafi þegar verið ljóst að í kostnaðarmat KÍ vantaði veigamikla þætti. Ekki hafi verið metin kaup á yfirvinnu til að halda uppi óbreyttu skólastarfi vegna verkefna sem nú tilheyra dagvinnuskyldu kennara. Einnig hafi vantað mat á þeim kostnaði sem krafa KÍ um fækkun skóladaga nemenda myndi þýða. Auk þess hafi ýmsir þættir kröfugerðarinnar verið vanmetnir af hálfu KÍ. Í ljósi þessa segist samninganefnd LN hafa endurmetið kröfugerð forystu KÍ og komist að því að ef fallist yrði á kröfurnar myndi upphafshækkun nema 42,4 prósentum en ekki 24,5 prósentum og hækkunin næmi samtals 53,7 prósentum í árslok 2007 eða sem samsvarar 8,7 milljörðum á ársgrundvelli. "Ef samið yrði til ársloka 2008 nemur kostnaðarmat LN á kröfunum 63,2 prósentum sem þýðir hækkun sem nemur samtals 10,4 milljörðum á ársgrundvelli. Heildarlaunakostnaður sveitarfélaga vegna grunnskólakennara árið 2004 nemur um 16,2 milljörðum. Síðla dags 19. september fékk samninganefnd LN munnleg skilaboð um að KÍ væri fallið frá kröfu sinni um 5 daga fækkun skóladaga nemenda og lækkar þá mat LN um tæplega 500 milljónir og nemur þá viðbótarkostnaðurinn við kröfur KÍ um 9,8 milljörðum. Einnig kynnti forysta kennara hugmynd að skammtímasamningi með gildistíma frá1. apríl 2004 til 31. júlí 2005 sem samninganefnd LN metur til 24,3 prósenta kostnaðarauka en KÍ hafði áður metið til 16 prósenta hækkunar. Samninganefnd LN hafnaði þessum tilboðum KÍ og ítrekaði tillögu sína að samningi sem felur í 16,3 prósenta kostnaðarhækkun m.v. árslok 2007 og 18,6 prósent m.v. árslok 2008," segir á heimasíðu Sambands sveitarfélaga. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Launanefnd sveitarfélaga segir grunnskólakennara hafa hækkað kröfur sínar verulega rétt fyrir boðað verkfall. Á heimasíðu Sambands sveitarfélaga segir að kröfur kennara hefðu þýtt 8,7 til 10,4 milljarða króna kostnaðarauka á ársgrundvelli. Heildarlaunakostnaður sveitarfélaga vegna grunnskólakennara á þessu ári nemur 16,2 milljörðum. Á samningafundi hjá ríkissáttasemjara síðastliðinn fimmtudag 16. september lagði forysta grunnskólakennara fram endurskoðaða kröfugerð sem felur að mati launanefndar sveitarfélaga (LN), í sér mun meiri kostnaðarauka en tilboð hennar frá því í vor. Samninganefnd LN gat alls ekki fallist á þá kröfu að því er fram kemur á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þá segir að Kennarasamband Íslands telji að kostnaðarhækkanir sveitarfélaga vegna kröfugerðar þeirra nemi við upphaf samnings 24,5 prósent en í árslok 2007 34,4 prósent. Ef samið yrði til ársloka 2008 myndi það leiða til 42,4 prósenta kostnaðarauka að mati KÍ. Samninganefnd LN segir að mönnum hafi þegar verið ljóst að í kostnaðarmat KÍ vantaði veigamikla þætti. Ekki hafi verið metin kaup á yfirvinnu til að halda uppi óbreyttu skólastarfi vegna verkefna sem nú tilheyra dagvinnuskyldu kennara. Einnig hafi vantað mat á þeim kostnaði sem krafa KÍ um fækkun skóladaga nemenda myndi þýða. Auk þess hafi ýmsir þættir kröfugerðarinnar verið vanmetnir af hálfu KÍ. Í ljósi þessa segist samninganefnd LN hafa endurmetið kröfugerð forystu KÍ og komist að því að ef fallist yrði á kröfurnar myndi upphafshækkun nema 42,4 prósentum en ekki 24,5 prósentum og hækkunin næmi samtals 53,7 prósentum í árslok 2007 eða sem samsvarar 8,7 milljörðum á ársgrundvelli. "Ef samið yrði til ársloka 2008 nemur kostnaðarmat LN á kröfunum 63,2 prósentum sem þýðir hækkun sem nemur samtals 10,4 milljörðum á ársgrundvelli. Heildarlaunakostnaður sveitarfélaga vegna grunnskólakennara árið 2004 nemur um 16,2 milljörðum. Síðla dags 19. september fékk samninganefnd LN munnleg skilaboð um að KÍ væri fallið frá kröfu sinni um 5 daga fækkun skóladaga nemenda og lækkar þá mat LN um tæplega 500 milljónir og nemur þá viðbótarkostnaðurinn við kröfur KÍ um 9,8 milljörðum. Einnig kynnti forysta kennara hugmynd að skammtímasamningi með gildistíma frá1. apríl 2004 til 31. júlí 2005 sem samninganefnd LN metur til 24,3 prósenta kostnaðarauka en KÍ hafði áður metið til 16 prósenta hækkunar. Samninganefnd LN hafnaði þessum tilboðum KÍ og ítrekaði tillögu sína að samningi sem felur í 16,3 prósenta kostnaðarhækkun m.v. árslok 2007 og 18,6 prósent m.v. árslok 2008," segir á heimasíðu Sambands sveitarfélaga.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira