Víðtækasta verkfall um árabil 20. september 2004 00:01 Víðtækasta verkfall á Íslandi um langt árabil er brostið á. Vinnustöðvun 4300 kennara snertir með beinum hætti yfir þrjátíu þúsund fjölskyldur með börn á grunnskólaaldri. Það var tómlegt um að litast í Austurbæjarskólanum í Reykjavík í hádeginu. Hann er meðal þeirra 180 grunnskóla í landinu sem nú eru lokaðir vegna verkfalls um 4300 kennara. Í kennslustofunum var búið að setja stólana upp á borð. Um 44 þúsund börn á aldrinum sex til fimmtán ára fengu þær fréttir í morgun að það yrði enginn skóli í dag. Samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands eru 30.500 fjölskyldur á Íslandi með börn á grunnskólaaldri. Þetta þýðir að verkfallið bitnar með beinum hætti á nærri þrjátíu prósent heimila í landinu. Verkfall grunnskólakennara er það fyrsta sem verður á Íslandi í þrjú ár, samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Ríkissáttasemjara. Þannig voru engin verkföll árið 2003 né 2002. Árið 2001 voru sjómenn í verkfalli í sex vikur, þroskaþjálfar og sjúkraliðar fóru í smærri verkföll, tónlistarkennarar fóru í 5 vikna verkfall en verkföll flugumferðarstjóra og hjúkrunarfræðinga urðu örstutt. Árið 2000 áttu framhaldsskólakennarar lengsta verkfallið sem stóð í 8 vikur. Verkamannasambandið samdi hins vegar samdægurs, mjólkurfræðingar eftir einn dag en rútubílstjórar voru í löngu verkfalli. 1999 var ekkert verkfall en 1998 var sex vikna sjómannaverkfall. 1997 fóru grunnskólakennarar einnig í verkfall sem stóð í einn dag, sömuleiðis Dagsbrún, Framsókn og Hlíf en það ár var sjö vikna verkfall á Vestfjörðum. 1996 leið án verkfalla en 1995 voru bæði grunn- og framhaldskólakennarar í 5 vikna verkfalli og þarf í raun að fara aftur til þess tíma til að finna vinnustöðvun með jafnvíðtæk áhrif og það kennaraverkfall sem nú er brostið á. Á venjulegum skóladegi eru um 600 krakkar í Austurbæjarskóla á degi hverjum, en í dag var lítið um að vera. Þó er skólinn ekki alveg mannlaus. Um tuttugu starfsmenn hans eru ekki í verkfalli en það eru skólaliðar, skólastjóri, aðstoðarskólastjóri, starfsmenn skrifstofu og húsvörður. Það var hins vegar lítið að gerast í skólamötuneytinu en starfsmenn sögðu að bannað væri að gefa nemendum að borða á skólatíma í verkfalli. En það eru ekki allir grunnskólar lokaðir. Eftir því sem næst verður komist eru sex einkaskólar starfandi, þeirra á meðal Ísaksskóli í Reykjavík. Þar eru sex kennarar þó í verkfalli, þeir sem hafa elstu samningana, en tíu kennarar halda áfram að kenna. Aðrir einkaskólar starfa óhindrað, þeirra á meðal Landakotsskóli, Tjarnarskóli og Suðurhlíðarskóli. Og krakkar í verkfalli finna sér ýmislegt til dundurs. Skammt frá Ísaksskóla stóðu þrír 7 og 8 ára guttar, þeir Pétur Ágústsson, Kári Bjarnason og Breki Guðmundsson, fyrir tómbólu en þeir eru í Háteigsskóla sem er lokaður. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Fleiri fréttir Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Sjá meira
Víðtækasta verkfall á Íslandi um langt árabil er brostið á. Vinnustöðvun 4300 kennara snertir með beinum hætti yfir þrjátíu þúsund fjölskyldur með börn á grunnskólaaldri. Það var tómlegt um að litast í Austurbæjarskólanum í Reykjavík í hádeginu. Hann er meðal þeirra 180 grunnskóla í landinu sem nú eru lokaðir vegna verkfalls um 4300 kennara. Í kennslustofunum var búið að setja stólana upp á borð. Um 44 þúsund börn á aldrinum sex til fimmtán ára fengu þær fréttir í morgun að það yrði enginn skóli í dag. Samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands eru 30.500 fjölskyldur á Íslandi með börn á grunnskólaaldri. Þetta þýðir að verkfallið bitnar með beinum hætti á nærri þrjátíu prósent heimila í landinu. Verkfall grunnskólakennara er það fyrsta sem verður á Íslandi í þrjú ár, samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Ríkissáttasemjara. Þannig voru engin verkföll árið 2003 né 2002. Árið 2001 voru sjómenn í verkfalli í sex vikur, þroskaþjálfar og sjúkraliðar fóru í smærri verkföll, tónlistarkennarar fóru í 5 vikna verkfall en verkföll flugumferðarstjóra og hjúkrunarfræðinga urðu örstutt. Árið 2000 áttu framhaldsskólakennarar lengsta verkfallið sem stóð í 8 vikur. Verkamannasambandið samdi hins vegar samdægurs, mjólkurfræðingar eftir einn dag en rútubílstjórar voru í löngu verkfalli. 1999 var ekkert verkfall en 1998 var sex vikna sjómannaverkfall. 1997 fóru grunnskólakennarar einnig í verkfall sem stóð í einn dag, sömuleiðis Dagsbrún, Framsókn og Hlíf en það ár var sjö vikna verkfall á Vestfjörðum. 1996 leið án verkfalla en 1995 voru bæði grunn- og framhaldskólakennarar í 5 vikna verkfalli og þarf í raun að fara aftur til þess tíma til að finna vinnustöðvun með jafnvíðtæk áhrif og það kennaraverkfall sem nú er brostið á. Á venjulegum skóladegi eru um 600 krakkar í Austurbæjarskóla á degi hverjum, en í dag var lítið um að vera. Þó er skólinn ekki alveg mannlaus. Um tuttugu starfsmenn hans eru ekki í verkfalli en það eru skólaliðar, skólastjóri, aðstoðarskólastjóri, starfsmenn skrifstofu og húsvörður. Það var hins vegar lítið að gerast í skólamötuneytinu en starfsmenn sögðu að bannað væri að gefa nemendum að borða á skólatíma í verkfalli. En það eru ekki allir grunnskólar lokaðir. Eftir því sem næst verður komist eru sex einkaskólar starfandi, þeirra á meðal Ísaksskóli í Reykjavík. Þar eru sex kennarar þó í verkfalli, þeir sem hafa elstu samningana, en tíu kennarar halda áfram að kenna. Aðrir einkaskólar starfa óhindrað, þeirra á meðal Landakotsskóli, Tjarnarskóli og Suðurhlíðarskóli. Og krakkar í verkfalli finna sér ýmislegt til dundurs. Skammt frá Ísaksskóla stóðu þrír 7 og 8 ára guttar, þeir Pétur Ágústsson, Kári Bjarnason og Breki Guðmundsson, fyrir tómbólu en þeir eru í Háteigsskóla sem er lokaður.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Fleiri fréttir Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Sjá meira