Innlent

Davíð mun skera

Útgjöld utanríkisráðuneytisins hafa tvöfaldast í valdatíð Halldórs Ásgrímssonar miðað við eins milljarðs aukningu til málaflokksins á næstu fjárlögum eins og fram kom í Fréttablaðinu. Össur segist telja að Íslendingar verði að halda uppi þokkalegri utanríkisþjónustu en segist telja að vinna megi verk heima frá og nýta nýjustu tækni í því skyni. "Útþennslan hefur verið rosalega. Ég held að það sé kominn tími til að skoða þessa hluti gagnrýnum augum. Sum sendiráð eru áreiðanlega óþörf." Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar segist sannfærður um að Davíð Oddsson, nýskipaður utanríkisráðherra muni bregða niðurskurðarhnífi á loft í utanríkisráðuneytinu: "Ef ég þekki Davíð rétt fer hann í saumana á þessum rekstri", segir Össur. "Ég tel að utanríkisráðuneytið hafi þanist út eins og raunar ríkisskerfið allt í valdatíð núverandi stjórnarflokka. Það er ekkert viðnám. Þótt Sjálfstæðismenn tali mikið um að halda ríkisútgjöldum í skefjum, tala staðreyndirnar sínu máli."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×