Langt í úrlausn verkfalls 23. september 2004 00:01 Samninganefnd kennara hyggst ekki funda með launanefnd sveitarfélaganna fyrr en nýtt tilboð liggur á borðinu. Launanefnd sveitarfélaganna ætlar ekki að leggja fram tilboðið fyrr en umræður hafa farið fram milli þeirra og kennara. Fyrsta fundi deilenda eftir að til verkfalls kennara kom lauk á tólfta tímanum í gærmorgun. Næsti fundur hefur verið boðaður eftir tæpa viku. Finnbogi Sigurðsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir tilboði launanefndarinnar ekki hafa verið hnikað um sentimetra frá því í vor. "Það hlýtur að liggja í augum uppi að við bíðum þar til þeir sýna einhvern lit," segir Finnbogi. "Það sem liggur á borðinu hjá þeim núna er nákvæmlega það sama og í vor og ástæða þess að við greiddum atkvæði um verkfall." Birgir Björn Sigurjónsson segir launanefnd sveitarfélaganna hafa komið með nýtt tilboð á fund kennara á sunnudag. Um það hafi ekki verið rætt. "Ég held að báðar samninganefndirnar hafi gengið eins langt og þær treystu sér til á sunnudag. Sáttasemjari bað báða hópana um að hittast á mánudaginn og fara í opna umræðu um hvaða leiðir væru mögulegar í stöðunni. Kennararnir sögðu að kröfur þeirra væru ófrávíkjanlegar og höfnuðu viðræðum. Þeir sögðu að ekki kæmi til neinna viðræðna fyrr en við legðum fram nýtt tilboð. Þar stendur málið," segir Birgir. Launanefndin sé öllum stundum tilbúin til viðræðna við kennara. Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari segir mikinn ágreining um efnisdrög samninganna. "Ég hef hvatt báða aðila til að hugleiða hvernig þeir geti nálgast hvorn annan," segir Ásmundur. Eiríkur Jónsson gerði grein fyrir stöðu kjaradeilnanna á fundi með kennurum í verkfallshúsi þeirra í Borgartúni í fyrrakvöld. Hann segir samninganefnd kennara hafa fengið skýr skilaboð frá félagsmönnum. "Við förum ekki frá samningaborðinu fyrr en við höfum náð markmiðum okkar varðandi kennsluskyldu og verkstjórnarþáttinn, ásamt því að svokallaður launapottur verði færður inn í grunnlaun. Þetta eru ófrávíkjanlegar kröfur," segir Eiríkur, sem fundar ekki fyrr en tilboð sveitafélaganna berst. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Sjá meira
Samninganefnd kennara hyggst ekki funda með launanefnd sveitarfélaganna fyrr en nýtt tilboð liggur á borðinu. Launanefnd sveitarfélaganna ætlar ekki að leggja fram tilboðið fyrr en umræður hafa farið fram milli þeirra og kennara. Fyrsta fundi deilenda eftir að til verkfalls kennara kom lauk á tólfta tímanum í gærmorgun. Næsti fundur hefur verið boðaður eftir tæpa viku. Finnbogi Sigurðsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir tilboði launanefndarinnar ekki hafa verið hnikað um sentimetra frá því í vor. "Það hlýtur að liggja í augum uppi að við bíðum þar til þeir sýna einhvern lit," segir Finnbogi. "Það sem liggur á borðinu hjá þeim núna er nákvæmlega það sama og í vor og ástæða þess að við greiddum atkvæði um verkfall." Birgir Björn Sigurjónsson segir launanefnd sveitarfélaganna hafa komið með nýtt tilboð á fund kennara á sunnudag. Um það hafi ekki verið rætt. "Ég held að báðar samninganefndirnar hafi gengið eins langt og þær treystu sér til á sunnudag. Sáttasemjari bað báða hópana um að hittast á mánudaginn og fara í opna umræðu um hvaða leiðir væru mögulegar í stöðunni. Kennararnir sögðu að kröfur þeirra væru ófrávíkjanlegar og höfnuðu viðræðum. Þeir sögðu að ekki kæmi til neinna viðræðna fyrr en við legðum fram nýtt tilboð. Þar stendur málið," segir Birgir. Launanefndin sé öllum stundum tilbúin til viðræðna við kennara. Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari segir mikinn ágreining um efnisdrög samninganna. "Ég hef hvatt báða aðila til að hugleiða hvernig þeir geti nálgast hvorn annan," segir Ásmundur. Eiríkur Jónsson gerði grein fyrir stöðu kjaradeilnanna á fundi með kennurum í verkfallshúsi þeirra í Borgartúni í fyrrakvöld. Hann segir samninganefnd kennara hafa fengið skýr skilaboð frá félagsmönnum. "Við förum ekki frá samningaborðinu fyrr en við höfum náð markmiðum okkar varðandi kennsluskyldu og verkstjórnarþáttinn, ásamt því að svokallaður launapottur verði færður inn í grunnlaun. Þetta eru ófrávíkjanlegar kröfur," segir Eiríkur, sem fundar ekki fyrr en tilboð sveitafélaganna berst.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Sjá meira