Samninganefndinni ekki skipt út 13. október 2005 14:41 Formaður Kennarasambands Íslands telur ekki tímabært að skipta út samninganefnd kennara. Þá segir hann það í hendi sveitarfélaganna hvort börnum verði bættur upp sá námstími sem tapast í yfirstandandi verkfalli. Forystumenn samningsaðila bundu miklar vonir við samninginn sem gerður var árið 2001. Guðrún Ebba Ólafsdóttir, sem þá var formaður Félags grunnskólakennara, sagði hann mjög merkilegan og vinnubrögð við gerð hans til eftirbreytni. Um þessar mundir er þó megn óánægja meðal kennara með þennan sama samning. Lækkun á kennsluskyldu sé ekki virk og sveitarfélög fái yfirvinnu innta af hendi frá kennurum án þess að greiða fyrir, svo fátt eitt sé nefnt. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir framkvæmd núgildandi samnings ekki í takt við það sem rætt hafi verið um við samningaborðið síðast. Að hluta til sama fólk skipar samninganefndina og síðast að sögn Eiríks. Spurður hvort tími sé kominn á að skipt verði um fólk í brúnni segist formaðurinn ekki álíta svo hvað varðar fólkið sem hann sé að vinna með. Varðandi sjálfan sig kvaðst hann ekki geta svarað spurningunni. Eiríkur segir engin ný útspil í undirbúningi af hálfu kennara fyrir næsta samningafund deilenda sem verður á fimmtudag. „Við erum ekki tibúin að víkja frá okkar kostnaðarramma á meðan sveitarfélögin hreyfa sig ekkert, og engin hreyfing hefur átt sér stað síðan í maí,“ segir Eiríkur. Formaðurinn kveðst ekki vita hversu langt verkfallið verði og segist ekki sjá fyrir sér hvort til greina komi að bæta börnunum upp missi úr skóla með kennslu næsta sumar. Það sé í hendi sveitarfélaganna en kennarar muni alla vega ekki vinna upp verkfallið í frívinnu. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Formaður Kennarasambands Íslands telur ekki tímabært að skipta út samninganefnd kennara. Þá segir hann það í hendi sveitarfélaganna hvort börnum verði bættur upp sá námstími sem tapast í yfirstandandi verkfalli. Forystumenn samningsaðila bundu miklar vonir við samninginn sem gerður var árið 2001. Guðrún Ebba Ólafsdóttir, sem þá var formaður Félags grunnskólakennara, sagði hann mjög merkilegan og vinnubrögð við gerð hans til eftirbreytni. Um þessar mundir er þó megn óánægja meðal kennara með þennan sama samning. Lækkun á kennsluskyldu sé ekki virk og sveitarfélög fái yfirvinnu innta af hendi frá kennurum án þess að greiða fyrir, svo fátt eitt sé nefnt. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir framkvæmd núgildandi samnings ekki í takt við það sem rætt hafi verið um við samningaborðið síðast. Að hluta til sama fólk skipar samninganefndina og síðast að sögn Eiríks. Spurður hvort tími sé kominn á að skipt verði um fólk í brúnni segist formaðurinn ekki álíta svo hvað varðar fólkið sem hann sé að vinna með. Varðandi sjálfan sig kvaðst hann ekki geta svarað spurningunni. Eiríkur segir engin ný útspil í undirbúningi af hálfu kennara fyrir næsta samningafund deilenda sem verður á fimmtudag. „Við erum ekki tibúin að víkja frá okkar kostnaðarramma á meðan sveitarfélögin hreyfa sig ekkert, og engin hreyfing hefur átt sér stað síðan í maí,“ segir Eiríkur. Formaðurinn kveðst ekki vita hversu langt verkfallið verði og segist ekki sjá fyrir sér hvort til greina komi að bæta börnunum upp missi úr skóla með kennslu næsta sumar. Það sé í hendi sveitarfélaganna en kennarar muni alla vega ekki vinna upp verkfallið í frívinnu.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira