Furðar sig á undanþágunefnd 26. september 2004 00:01 Undanþágunefnd kennara og sveitarfélaga hefur hingað til synjað öllum undanþágubeiðnum vegna kennslu fatlaðra barna í yfirstandandi verkfalli grunnskólakennara. Í nefndinni situr einn fulltrúi sveitarfélaganna og einn fulltrúi kennara. Ágreiningur hefur verið um allar undanþágubeiðnir þar sem fulltrúi sveitarfélagannna hefur viljað veita undanþágur í öllum tilfellum en fulltrúi kennara hefur synjað þeim öllum. Halldór Gunnarsson, formaður landssamtakanna Þroskahjálpar, segist hafa orðið fyrir ákaflega miklum vonbrigðum með niðurstöðuna og telur hana ekki vera baráttu kennara til framdráttar. Hann kveðst skilja kennara í sjálfri kjarabaráttunni og segir þá hafa margt til síns máls. Hins vegar hljóta að vera spurningar í öllum málum hvaða meðölum megi beita. „Mér finnst alveg óþolandi þegar menn beita fyrir sig neyðarástandi hjá fjölskyldum fatlaðra barna til að ná fram markmiðum sínum, hver sem á í hlut,“ segir Halldór og furðar sig á ummælum fulltrúa kennara í undanþágunefnd í fréttum Stöðvar 2 í gær þar sem hann sagði að jafnt yrði yfir alla kennara að ganga. Halldór trúir ekki öðru en þetta séu mismæli. Halldór segir þá staðreynd að fötluð börn fái ekki notið kennslu á meðan á verkfalli stendur oft leiða til þess að afturför verði á þroska barnanna. „Fjölskyldur fatlaðra barna eiga oft nógu erfitt með að púsla sínu lífi saman á hverjum degi þótt ekkert verkfall sé. Hjá sumum jaðrar jafnvel við neyðarástand þegar verst lætur,“ segir Halldór og efast ekki um að slíkt ástand ríki á heimilum margra fatlaðra barna nú um stundir. Hægt er að hlusta á viðtal við Halldór Gunnarsson, formann landssamtakanna Þroskahjálpar, úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Undanþágunefnd kennara og sveitarfélaga hefur hingað til synjað öllum undanþágubeiðnum vegna kennslu fatlaðra barna í yfirstandandi verkfalli grunnskólakennara. Í nefndinni situr einn fulltrúi sveitarfélaganna og einn fulltrúi kennara. Ágreiningur hefur verið um allar undanþágubeiðnir þar sem fulltrúi sveitarfélagannna hefur viljað veita undanþágur í öllum tilfellum en fulltrúi kennara hefur synjað þeim öllum. Halldór Gunnarsson, formaður landssamtakanna Þroskahjálpar, segist hafa orðið fyrir ákaflega miklum vonbrigðum með niðurstöðuna og telur hana ekki vera baráttu kennara til framdráttar. Hann kveðst skilja kennara í sjálfri kjarabaráttunni og segir þá hafa margt til síns máls. Hins vegar hljóta að vera spurningar í öllum málum hvaða meðölum megi beita. „Mér finnst alveg óþolandi þegar menn beita fyrir sig neyðarástandi hjá fjölskyldum fatlaðra barna til að ná fram markmiðum sínum, hver sem á í hlut,“ segir Halldór og furðar sig á ummælum fulltrúa kennara í undanþágunefnd í fréttum Stöðvar 2 í gær þar sem hann sagði að jafnt yrði yfir alla kennara að ganga. Halldór trúir ekki öðru en þetta séu mismæli. Halldór segir þá staðreynd að fötluð börn fái ekki notið kennslu á meðan á verkfalli stendur oft leiða til þess að afturför verði á þroska barnanna. „Fjölskyldur fatlaðra barna eiga oft nógu erfitt með að púsla sínu lífi saman á hverjum degi þótt ekkert verkfall sé. Hjá sumum jaðrar jafnvel við neyðarástand þegar verst lætur,“ segir Halldór og efast ekki um að slíkt ástand ríki á heimilum margra fatlaðra barna nú um stundir. Hægt er að hlusta á viðtal við Halldór Gunnarsson, formann landssamtakanna Þroskahjálpar, úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira