Innlent

Mótmælir orðum og athöfnum

Erla Gunnarsdóttir, skólastjóri Safamýrarskóla, er óhress með að forysta Kennarasambandsins noti nafn skólans til að réttlæta og styðja ákvörðun fulltrúa síns í undanþágunefnd kennara og sveitarfélaga. Hún er líka óhress með að undanþágubeiðni fyrir þrettán kennara skólans hafi verið hafnað. Í Fréttablaðinu í gær sagði Finnbogi Sigurðsson formaður Félags grunnskólakennara að nefndarmaðurinn væri margreyndur kennari úr Safamýrarskóla og fyrir vikið bæri að taka fullt mark á afstöðu hans. Erla sendi Finnboga og Eiríki Jónssyni formanni KÍ bréf í gær þar sem hún harmar að skólinn sé dreginn inn í umræðuna. Þá lýsir hún sig fullkomlega ósammála mati nefndarmannsins á hvort neyðarástand ríki á heimilum nemenda Safamýrarskóla eða ekki. Fullyrðir hún raunar að slíkt ástand ríki og hafi gert síðan á miðvikudag, þegar hún sótti um undanþágur fyrir þrettán kennara skólans svo nítján nemendur hans fengju sína kennslu. Nefndarmaðurinn, kennari við Safamýrarskóla og undirmaður Erlu, hafnaði beiðninni. Erla áfrýjaði úrskurðinum en ekki hefur verið fjallað um erindið á ný.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×