Enginn varanlegur skaði 26. september 2004 00:01 Þrátt fyrir mikla röskun í lífi fatlaðra barna í verkfalli kennara er ólíklegt að það valdi þeim varanlegum skaða og að þeim fari aftur, segir Gyða Haraldsdóttir barnasálfræðingur og sviðsstjóri á Miðstöð heilsuverndar barna. Hún segir það geta tekið börnin daga, jafnvel vikur að ná fyrra öryggi sem í lífi þeirra var fyrir verkfallið. Gerður Aagot Árnadóttir, formaður Foreldra- og styrktarfélags Öskjuhlíðarskóla og móðir 11 ára drengs í skólanum, segir stöðu fjölskyldna fatlaðra barna vonlausa til lengri tíma. "Vikan er búin að vera erfið og við finnum það á krökkunum. Þau eru orðin ör og þola illa þennan þvæling milli staða." Hún segir son sinn þurfa aðhald og vitneskju um að hverju hann gangi. Hann eigi ekki vini nema þá sem hann hitti í skólanum. Hann þurfi að komast í sitt fasta form. Gyða segir óheppileg áhrif verkfalls kennara verða meiri eftir því sem það teygist á langinn: "Yfir heildina kemur svona röskun verr við fötluð börn en heilbrigð. Bæði af því að þau þola verr röskun á daglegum venjum og líka að þau meiga síður við að missa af þeirri kennslu og þálfun sem þau þurfa að fá." Gyða segir verkfallið ekki aðeins snúa að börnunum sjálfum heldur ekki síður fjölskyldulífi þeirra. Gerður segir málflutning kennara um stöðu fatlaðra barna undarlegan. Hún hafi trúað því að undanþága fengist svo börnin gætu sótt skóla: "Það eru kennararnir sem vinna mikið með fötluðu börnunum sem þetta segja. Þetta eru sömu kennararnir og berjast fyrir bættum kjörum vegna þess að vinna þeirra sé svo erfið, vegna þess að það sé svo mikið að börnum með sérþarfir og vegna þess að þeir þurfi að eyða svo miklum tíma í undirbúning. Á sama tíma segja þeir að það sé enginn munur á börnunum. Það er okkur foreldrum fatlaðra barna óskiljanlegt. Við höfum ekkert val. Okkur er stillt upp við vegg. Verkfallið bitnar á börnunum okkar og á öllu fjölskyldulífinu. Það er hart að þurfa að vera í þeirri stöðu." Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Þrátt fyrir mikla röskun í lífi fatlaðra barna í verkfalli kennara er ólíklegt að það valdi þeim varanlegum skaða og að þeim fari aftur, segir Gyða Haraldsdóttir barnasálfræðingur og sviðsstjóri á Miðstöð heilsuverndar barna. Hún segir það geta tekið börnin daga, jafnvel vikur að ná fyrra öryggi sem í lífi þeirra var fyrir verkfallið. Gerður Aagot Árnadóttir, formaður Foreldra- og styrktarfélags Öskjuhlíðarskóla og móðir 11 ára drengs í skólanum, segir stöðu fjölskyldna fatlaðra barna vonlausa til lengri tíma. "Vikan er búin að vera erfið og við finnum það á krökkunum. Þau eru orðin ör og þola illa þennan þvæling milli staða." Hún segir son sinn þurfa aðhald og vitneskju um að hverju hann gangi. Hann eigi ekki vini nema þá sem hann hitti í skólanum. Hann þurfi að komast í sitt fasta form. Gyða segir óheppileg áhrif verkfalls kennara verða meiri eftir því sem það teygist á langinn: "Yfir heildina kemur svona röskun verr við fötluð börn en heilbrigð. Bæði af því að þau þola verr röskun á daglegum venjum og líka að þau meiga síður við að missa af þeirri kennslu og þálfun sem þau þurfa að fá." Gyða segir verkfallið ekki aðeins snúa að börnunum sjálfum heldur ekki síður fjölskyldulífi þeirra. Gerður segir málflutning kennara um stöðu fatlaðra barna undarlegan. Hún hafi trúað því að undanþága fengist svo börnin gætu sótt skóla: "Það eru kennararnir sem vinna mikið með fötluðu börnunum sem þetta segja. Þetta eru sömu kennararnir og berjast fyrir bættum kjörum vegna þess að vinna þeirra sé svo erfið, vegna þess að það sé svo mikið að börnum með sérþarfir og vegna þess að þeir þurfi að eyða svo miklum tíma í undirbúning. Á sama tíma segja þeir að það sé enginn munur á börnunum. Það er okkur foreldrum fatlaðra barna óskiljanlegt. Við höfum ekkert val. Okkur er stillt upp við vegg. Verkfallið bitnar á börnunum okkar og á öllu fjölskyldulífinu. Það er hart að þurfa að vera í þeirri stöðu."
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira