Ríkið leysi deiluna úr sjálfheldu 26. september 2004 00:01 Forystumenn sveitarfélaganna og samninganefnd sveitarfélaganna komu saman til fundar á föstudag til að ræða stöðuna í kennaraverkfallinu. Trausti var lýst á samninganefndinni og henni falið að halda óbreyttri stefnu í viðræðum við kennara. Sífellt fleiri sveitarstjórnarmenn telja að deilan leysist ekki fyrr en að ríkið réttir hlut sveitarfélaganna í tekjuskiptingu þeirra á milli. Ljóst þykir að sveitarfélögin hafi ekki ráð á að samþykkja kröfur kennara og ósennilegt er að þeir dragi úr kröfunum. Lykillinn að lausn deilunnar virðist því í höndum ríkisins. Hins vegar miðar hægt í viðræðum nefndar sem fjalla átti um tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Hún hefur starfað í um eitt ár en án árangurs. Þetta þykir sumum sveitarstjórnarmönnum óásættanlegt og telja viðmælendur Fréttablaðsins að Samband íslenskra sveitarfélaga, sem á fulltrúa í nefndinni, hafi ekki beitt nægilegri hörku í málinu. Tvö dæmi eru helst nefnd um hvernig hallað hefur á sveitarfélögin á undanförnum árum. Þegar ríkið lækkaði tekjuskatt á fyrirtæki fjölgaði einkahlutafélögum mikið en að sama skapi dró úr tekjum sveitarfélaga. Talið er að tekjutapið hafi numið rúmum milljarði króna á ári undanfarin þrjú til fjögur ár. Þá er nefnt að sveitarfélögin hafi þurft að greiða sífellt hærra hlutfall húsaleigubóta sem nemi á þriðjahundrað milljóna króna á ári. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði segir að tryggja þurfi að ríkið skili til baka fjárhæðum sem það hafi haft af sveitarfélögunum á undanförnum árum. ,,Þetta eru háar upphæðir sem ríkið hefur haft af sveitarfélögunum, jafnt með skattkerfisbreytingum sem öðrum álögum." Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Forystumenn sveitarfélaganna og samninganefnd sveitarfélaganna komu saman til fundar á föstudag til að ræða stöðuna í kennaraverkfallinu. Trausti var lýst á samninganefndinni og henni falið að halda óbreyttri stefnu í viðræðum við kennara. Sífellt fleiri sveitarstjórnarmenn telja að deilan leysist ekki fyrr en að ríkið réttir hlut sveitarfélaganna í tekjuskiptingu þeirra á milli. Ljóst þykir að sveitarfélögin hafi ekki ráð á að samþykkja kröfur kennara og ósennilegt er að þeir dragi úr kröfunum. Lykillinn að lausn deilunnar virðist því í höndum ríkisins. Hins vegar miðar hægt í viðræðum nefndar sem fjalla átti um tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Hún hefur starfað í um eitt ár en án árangurs. Þetta þykir sumum sveitarstjórnarmönnum óásættanlegt og telja viðmælendur Fréttablaðsins að Samband íslenskra sveitarfélaga, sem á fulltrúa í nefndinni, hafi ekki beitt nægilegri hörku í málinu. Tvö dæmi eru helst nefnd um hvernig hallað hefur á sveitarfélögin á undanförnum árum. Þegar ríkið lækkaði tekjuskatt á fyrirtæki fjölgaði einkahlutafélögum mikið en að sama skapi dró úr tekjum sveitarfélaga. Talið er að tekjutapið hafi numið rúmum milljarði króna á ári undanfarin þrjú til fjögur ár. Þá er nefnt að sveitarfélögin hafi þurft að greiða sífellt hærra hlutfall húsaleigubóta sem nemi á þriðjahundrað milljóna króna á ári. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði segir að tryggja þurfi að ríkið skili til baka fjárhæðum sem það hafi haft af sveitarfélögunum á undanförnum árum. ,,Þetta eru háar upphæðir sem ríkið hefur haft af sveitarfélögunum, jafnt með skattkerfisbreytingum sem öðrum álögum."
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir