Lítill vilji til lagasetningar 26. september 2004 00:01 Þingflokkar stjórnarflokkanna hafa ekki komið saman til að ræða kennaraverkfallið sem hófst fyrir viku. Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Framsóknarflokks, segir að menn hafi rætt þetta sín á milli þó það hafi ekki verið rætt með formlegum hætti, enda hafi þingflokkurinn ekki komið saman síðan verkfallið hófst. Hjálmar segir að sér hugnist ekki að enda verkfallið með lagasetningu. Sveitarfélög og kennarar verði að semja. Einar K. Guðfinnsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokks segir að þingflokkurinn hafi ekki komið saman í liðinni viku og því hafi verkfallið ekki verið rætt. Hann segir einsýnt að verkfallið verði rætt á þingflokksfundi sem boðaður hefur verið 1. október, standi það þá enn yfir. Einar vildi ekki tjá sig um hvort binda ætti enda á verkfallið með lögum. Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur rætt málið formlega með forystumönnum flokksins í sveitarstjórnum. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar segir að á fundinum hafi komið fram sterkur skilningur á kröfum kennara. Hann segir órökrétt að ræða lagasetningu á þessu stigi, ríkisvaldið eigi frekar að huga að því að rétta hlut sveitarfélaganna í tekjuskiptingu þeirra og ríkisins. Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs hefur fjallað um verkfallið. Ögmundur Jónasson, formaður hans, segir þingflokkinn styðja kjarabaráttu kennara og útilokar að samþykkja lög til að ljúka verkfallinu. Það sé hins vegar skylda ríkisins að koma til móts við sveitarfélögin, sem séu fjárhagslega illa stödd. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir að þingflokkurinn ræði málið í dag. Hann telur ótímabært fyrir ríkisvaldið að grípa inn í deiluna. Fréttir Innlent Kjaramál Stj.mál Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Erlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Fleiri fréttir Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Sjá meira
Þingflokkar stjórnarflokkanna hafa ekki komið saman til að ræða kennaraverkfallið sem hófst fyrir viku. Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Framsóknarflokks, segir að menn hafi rætt þetta sín á milli þó það hafi ekki verið rætt með formlegum hætti, enda hafi þingflokkurinn ekki komið saman síðan verkfallið hófst. Hjálmar segir að sér hugnist ekki að enda verkfallið með lagasetningu. Sveitarfélög og kennarar verði að semja. Einar K. Guðfinnsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokks segir að þingflokkurinn hafi ekki komið saman í liðinni viku og því hafi verkfallið ekki verið rætt. Hann segir einsýnt að verkfallið verði rætt á þingflokksfundi sem boðaður hefur verið 1. október, standi það þá enn yfir. Einar vildi ekki tjá sig um hvort binda ætti enda á verkfallið með lögum. Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur rætt málið formlega með forystumönnum flokksins í sveitarstjórnum. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar segir að á fundinum hafi komið fram sterkur skilningur á kröfum kennara. Hann segir órökrétt að ræða lagasetningu á þessu stigi, ríkisvaldið eigi frekar að huga að því að rétta hlut sveitarfélaganna í tekjuskiptingu þeirra og ríkisins. Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs hefur fjallað um verkfallið. Ögmundur Jónasson, formaður hans, segir þingflokkinn styðja kjarabaráttu kennara og útilokar að samþykkja lög til að ljúka verkfallinu. Það sé hins vegar skylda ríkisins að koma til móts við sveitarfélögin, sem séu fjárhagslega illa stödd. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir að þingflokkurinn ræði málið í dag. Hann telur ótímabært fyrir ríkisvaldið að grípa inn í deiluna.
Fréttir Innlent Kjaramál Stj.mál Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Erlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Fleiri fréttir Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Sjá meira