Lítill vilji til lagasetningar 26. september 2004 00:01 Þingflokkar stjórnarflokkanna hafa ekki komið saman til að ræða kennaraverkfallið sem hófst fyrir viku. Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Framsóknarflokks, segir að menn hafi rætt þetta sín á milli þó það hafi ekki verið rætt með formlegum hætti, enda hafi þingflokkurinn ekki komið saman síðan verkfallið hófst. Hjálmar segir að sér hugnist ekki að enda verkfallið með lagasetningu. Sveitarfélög og kennarar verði að semja. Einar K. Guðfinnsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokks segir að þingflokkurinn hafi ekki komið saman í liðinni viku og því hafi verkfallið ekki verið rætt. Hann segir einsýnt að verkfallið verði rætt á þingflokksfundi sem boðaður hefur verið 1. október, standi það þá enn yfir. Einar vildi ekki tjá sig um hvort binda ætti enda á verkfallið með lögum. Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur rætt málið formlega með forystumönnum flokksins í sveitarstjórnum. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar segir að á fundinum hafi komið fram sterkur skilningur á kröfum kennara. Hann segir órökrétt að ræða lagasetningu á þessu stigi, ríkisvaldið eigi frekar að huga að því að rétta hlut sveitarfélaganna í tekjuskiptingu þeirra og ríkisins. Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs hefur fjallað um verkfallið. Ögmundur Jónasson, formaður hans, segir þingflokkinn styðja kjarabaráttu kennara og útilokar að samþykkja lög til að ljúka verkfallinu. Það sé hins vegar skylda ríkisins að koma til móts við sveitarfélögin, sem séu fjárhagslega illa stödd. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir að þingflokkurinn ræði málið í dag. Hann telur ótímabært fyrir ríkisvaldið að grípa inn í deiluna. Fréttir Innlent Kjaramál Stj.mál Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Sjá meira
Þingflokkar stjórnarflokkanna hafa ekki komið saman til að ræða kennaraverkfallið sem hófst fyrir viku. Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Framsóknarflokks, segir að menn hafi rætt þetta sín á milli þó það hafi ekki verið rætt með formlegum hætti, enda hafi þingflokkurinn ekki komið saman síðan verkfallið hófst. Hjálmar segir að sér hugnist ekki að enda verkfallið með lagasetningu. Sveitarfélög og kennarar verði að semja. Einar K. Guðfinnsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokks segir að þingflokkurinn hafi ekki komið saman í liðinni viku og því hafi verkfallið ekki verið rætt. Hann segir einsýnt að verkfallið verði rætt á þingflokksfundi sem boðaður hefur verið 1. október, standi það þá enn yfir. Einar vildi ekki tjá sig um hvort binda ætti enda á verkfallið með lögum. Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur rætt málið formlega með forystumönnum flokksins í sveitarstjórnum. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar segir að á fundinum hafi komið fram sterkur skilningur á kröfum kennara. Hann segir órökrétt að ræða lagasetningu á þessu stigi, ríkisvaldið eigi frekar að huga að því að rétta hlut sveitarfélaganna í tekjuskiptingu þeirra og ríkisins. Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs hefur fjallað um verkfallið. Ögmundur Jónasson, formaður hans, segir þingflokkinn styðja kjarabaráttu kennara og útilokar að samþykkja lög til að ljúka verkfallinu. Það sé hins vegar skylda ríkisins að koma til móts við sveitarfélögin, sem séu fjárhagslega illa stödd. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir að þingflokkurinn ræði málið í dag. Hann telur ótímabært fyrir ríkisvaldið að grípa inn í deiluna.
Fréttir Innlent Kjaramál Stj.mál Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Sjá meira