Samfylking vill rannsókn á Símanum 27. september 2004 00:01 Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur farið fram á það við forsætisnefnd Alþingis að ríkisendurskoðun rannsaki fjárfestingar Símans á undanförnum árum og nýleg kaup hans á hlut í Skjá einum. Þingflokkurinn vill fá skýringar á því hvers vegna Síminn ákvað að blanda sér í fjölmiðlarekstur þar sem engin eðlileg útskýring hafi verið gefin fyrir þeirri ákvörðun. Þá fer þingflokkurinn fram á að mat verði lagt á arðsemi fjárfestingarinnar í Skjá einum, hvaða áhrif kaupin hafi á verðmat Símans við einkavæðingu hans og hvort kaupin standist lög um hlutafélög og samkeppnislög. Einnig fer hann fram á svör við því hversu mikið Síminn hafi fjárfest í breiðbandinu síðastliðin fimm ár og hvaða tekjur hafi verið af rekstri þess. Ennfremur er beðið upplýsingar um fjárfestingar, hagnað og skattgreiðslur Símans undanfarin fimm ár og áætlanir um rekstrarafkomu næstu 5 ára. Margrét Frímannsdóttir, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, segist óska eftir því að niðurstaða Ríkisendurskoðunar liggi fyrir sem allra fyrst svo hægt verði að taka hana fljótlega til umræðu á Alþingi. ,,Áður höfum við reynt að leggja fram fyrirspurnir á þingi um málefni Símans en höfum ekki fengið viðunandi svör. Þess vegna förum við þessa leið núna." Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður Samfylkingarinnar og sem á sæti í forsætisnefnd Alþingis, segist vænta þess að nefndin taki ekki afstöðu til beiðninnar, enda sé það ekki vaninn. Ríkisendurskoðun beri svo að taka mið af óskum sem þessum. Hún hafi hins vegar sjálfdæmi um með hvaða hætti hún geri slíkar úttektir. ,,Ég get ekki séð að neitt í þessari beiðni varði samkeppnisþætti Símans og því vænti ég þess að ríkisendurskoðun hefji þetta verk og skili því fljótt og vel." Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Sjá meira
Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur farið fram á það við forsætisnefnd Alþingis að ríkisendurskoðun rannsaki fjárfestingar Símans á undanförnum árum og nýleg kaup hans á hlut í Skjá einum. Þingflokkurinn vill fá skýringar á því hvers vegna Síminn ákvað að blanda sér í fjölmiðlarekstur þar sem engin eðlileg útskýring hafi verið gefin fyrir þeirri ákvörðun. Þá fer þingflokkurinn fram á að mat verði lagt á arðsemi fjárfestingarinnar í Skjá einum, hvaða áhrif kaupin hafi á verðmat Símans við einkavæðingu hans og hvort kaupin standist lög um hlutafélög og samkeppnislög. Einnig fer hann fram á svör við því hversu mikið Síminn hafi fjárfest í breiðbandinu síðastliðin fimm ár og hvaða tekjur hafi verið af rekstri þess. Ennfremur er beðið upplýsingar um fjárfestingar, hagnað og skattgreiðslur Símans undanfarin fimm ár og áætlanir um rekstrarafkomu næstu 5 ára. Margrét Frímannsdóttir, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, segist óska eftir því að niðurstaða Ríkisendurskoðunar liggi fyrir sem allra fyrst svo hægt verði að taka hana fljótlega til umræðu á Alþingi. ,,Áður höfum við reynt að leggja fram fyrirspurnir á þingi um málefni Símans en höfum ekki fengið viðunandi svör. Þess vegna förum við þessa leið núna." Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður Samfylkingarinnar og sem á sæti í forsætisnefnd Alþingis, segist vænta þess að nefndin taki ekki afstöðu til beiðninnar, enda sé það ekki vaninn. Ríkisendurskoðun beri svo að taka mið af óskum sem þessum. Hún hafi hins vegar sjálfdæmi um með hvaða hætti hún geri slíkar úttektir. ,,Ég get ekki séð að neitt í þessari beiðni varði samkeppnisþætti Símans og því vænti ég þess að ríkisendurskoðun hefji þetta verk og skili því fljótt og vel."
Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Sjá meira