Refsing fyrir að segja skoðun sína 29. september 2004 00:01 Þingflokkur Framsóknarflokksins útlokaði í gær Kristin H. Gunnarsson, þingmann flokksins, frá öllum fastanefndum Alþingis. Hann segir þetta vera refsingu fyrir að hafa sagt skoðun sína í viðkvæmum málum en ætlar engu að síður að starfa áfram innan flokksins. Honum er lítt gefið um áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf Framsóknar við Sjálfstæðisflokkinn. Þingflokkur Framsóknarflokksins skipti með sér verkum í gær. Niðurstaðan kom vægast sagt afar mikið á óvart og má líkja við pólitíska sprengingu. Einn þingmanna flokksins, Kristinn H. Gunnarsson, var algerlega settur út í kuldann og situr einn óbreyttra alþingismanna Íslands ekki í einni einustu nefnd á næsta þingi. Allir þingmenn flokksins utan Kristins og Jónínu Bjartmarz samþykktu þessa tilhögun. Aðrir þingmenn Framsóknar sitja í þremur til fjórum fastanefndum og sitja engir alþingismenn í fleiri nefndum en þingmenn Framsóknar. Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, gaf þær skýringar á brottrekstri Kristins úr fastanefndum Alþingis að þetta væri eins og í hjónabandi þar sem byrja einhverjr hnökrar og ekki er unnið á þeim. Strengir haldi svo áfranm að slitna sem leiði til samstarfsörðugleika. Hann segir trúnaðinn, traustið og vináttuna hverfa og að lokum sé ástin horfin og í tilviki Kristins hafi því miður verið komið að þeim tímapunkti. Hjálmar segir að menn hafi reynt eins og hægt var að slíðra sverðin og hann segir að sérstaklega vel hafi verið tekið á móti Kristni þegar hann gekk til liðs við Framsókn á sínum tíma. Samskiptin hafi hins vegar þróast með þeim hætti að liðsheildin treysti honum ekki lengur að fara með sitt umboð Hjálmar segir að þetta séu ekki skilaboð til manna um að þeir skuli sitja á sannfæringu sinni, gangi hún í blóra við skoðun flokksforystunnar, en venjan sé sú að flokkurinn sé lið. Menn hafi oft ólíkar skoðanir en reyni að komast að sameiginlegri niðurstöðu. Kristinn H. Gunnarsson segir að þessi ákvörðun félaga sinna hafi komið honum afar mikið á óvart. Enginn hafi gert honum viðvart eða varað hann við því sem beið hans á fundinum í gærkvöld. Þá segir hann engan samflokksmanna sinna hafa gert nokkrar athugasemdir við nefndastörf hans. Öðru nær. Kristinn segir þetta viðbrögð við sjálfstæði sínu í tveimur málum: fjölmiðlamálinu og Íraksmálinu. Kristinn segist þrátt fyrir þetta ekki hafa hugleitt að leita hófanna annars staðar. Hann segir að afstaða sín í mörgum umdeildum og mikilvægum málum endurspegli vilja flokksmanna Framsóknar mun skýrar en stefna flokksins í stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn. „Mér finnst spurningin um trúnað og traust vera hvort það sé nægilegt traust á milli forystu flokksins og kjósenda hans, þegar forystan tekur ítrekað ákvarðanir sem ganga gegn vilja stuðningsmanna Framsóknarflokksins,“ segir Kristinn. Hann segir þessa uppákomu fela í sér skýr skilaboð til annarra Framsóknarmanna sem sitji á þingi eða hyggi á pólitískan frama innan flokksins. Þau séu að fylgja forystunni, ellegar hafa verra af. Kristinn ætlar áfram að styðja ríkisstjórnina en hann segir hluta vanda forystu Framsóknar felast í langvinnu stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn, sem honum er lítt að skapi. Sjálfstæðismenn hafi allt aðrar áherslur en Framsóknarflokkurinn hefur gefið sig út fyrir að standa fyrir. Hins vegar dragi hver dám af sínum sessunaut og eftir níu ára samstarf sjái kjósendur ákaflega lítinn mun á forystu þessarra tveggja flokka. Hægt er að hlusta á fréttina með viðtölum við Hjálmar og Kristin úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Fleiri fréttir Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Sjá meira
Þingflokkur Framsóknarflokksins útlokaði í gær Kristin H. Gunnarsson, þingmann flokksins, frá öllum fastanefndum Alþingis. Hann segir þetta vera refsingu fyrir að hafa sagt skoðun sína í viðkvæmum málum en ætlar engu að síður að starfa áfram innan flokksins. Honum er lítt gefið um áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf Framsóknar við Sjálfstæðisflokkinn. Þingflokkur Framsóknarflokksins skipti með sér verkum í gær. Niðurstaðan kom vægast sagt afar mikið á óvart og má líkja við pólitíska sprengingu. Einn þingmanna flokksins, Kristinn H. Gunnarsson, var algerlega settur út í kuldann og situr einn óbreyttra alþingismanna Íslands ekki í einni einustu nefnd á næsta þingi. Allir þingmenn flokksins utan Kristins og Jónínu Bjartmarz samþykktu þessa tilhögun. Aðrir þingmenn Framsóknar sitja í þremur til fjórum fastanefndum og sitja engir alþingismenn í fleiri nefndum en þingmenn Framsóknar. Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, gaf þær skýringar á brottrekstri Kristins úr fastanefndum Alþingis að þetta væri eins og í hjónabandi þar sem byrja einhverjr hnökrar og ekki er unnið á þeim. Strengir haldi svo áfranm að slitna sem leiði til samstarfsörðugleika. Hann segir trúnaðinn, traustið og vináttuna hverfa og að lokum sé ástin horfin og í tilviki Kristins hafi því miður verið komið að þeim tímapunkti. Hjálmar segir að menn hafi reynt eins og hægt var að slíðra sverðin og hann segir að sérstaklega vel hafi verið tekið á móti Kristni þegar hann gekk til liðs við Framsókn á sínum tíma. Samskiptin hafi hins vegar þróast með þeim hætti að liðsheildin treysti honum ekki lengur að fara með sitt umboð Hjálmar segir að þetta séu ekki skilaboð til manna um að þeir skuli sitja á sannfæringu sinni, gangi hún í blóra við skoðun flokksforystunnar, en venjan sé sú að flokkurinn sé lið. Menn hafi oft ólíkar skoðanir en reyni að komast að sameiginlegri niðurstöðu. Kristinn H. Gunnarsson segir að þessi ákvörðun félaga sinna hafi komið honum afar mikið á óvart. Enginn hafi gert honum viðvart eða varað hann við því sem beið hans á fundinum í gærkvöld. Þá segir hann engan samflokksmanna sinna hafa gert nokkrar athugasemdir við nefndastörf hans. Öðru nær. Kristinn segir þetta viðbrögð við sjálfstæði sínu í tveimur málum: fjölmiðlamálinu og Íraksmálinu. Kristinn segist þrátt fyrir þetta ekki hafa hugleitt að leita hófanna annars staðar. Hann segir að afstaða sín í mörgum umdeildum og mikilvægum málum endurspegli vilja flokksmanna Framsóknar mun skýrar en stefna flokksins í stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn. „Mér finnst spurningin um trúnað og traust vera hvort það sé nægilegt traust á milli forystu flokksins og kjósenda hans, þegar forystan tekur ítrekað ákvarðanir sem ganga gegn vilja stuðningsmanna Framsóknarflokksins,“ segir Kristinn. Hann segir þessa uppákomu fela í sér skýr skilaboð til annarra Framsóknarmanna sem sitji á þingi eða hyggi á pólitískan frama innan flokksins. Þau séu að fylgja forystunni, ellegar hafa verra af. Kristinn ætlar áfram að styðja ríkisstjórnina en hann segir hluta vanda forystu Framsóknar felast í langvinnu stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn, sem honum er lítt að skapi. Sjálfstæðismenn hafi allt aðrar áherslur en Framsóknarflokkurinn hefur gefið sig út fyrir að standa fyrir. Hins vegar dragi hver dám af sínum sessunaut og eftir níu ára samstarf sjái kjósendur ákaflega lítinn mun á forystu þessarra tveggja flokka. Hægt er að hlusta á fréttina með viðtölum við Hjálmar og Kristin úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Fleiri fréttir Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Sjá meira