Helmingur kennara fylkti liði 30. september 2004 00:01 Samninganefndir grunnskólakennara og sveitarfélaga hittast aftur á morgun eftir sjö klukkustunda fund hjá ríkissáttasemjara í dag. Formaður Kennarasambandsins segir að þá muni koma í ljós hvort einhverjar glæður hafi kviknað sem hægt verði að blása lífi í. Um helmingur grunnskólakennara á landinu gerði tilraun til að heimsækja borgarstjóra og menntamálaráðherra í dag til að leggja áherslu á kjarakröfur sínar. Á annað þúsund kennarar og kennaranemar söfnuðust saman við húsakynni ríkissáttasemjara í morgun þegar samningafundur hófst og lýstu yfir eindregnum stuðningi við samninganefnd kennara. Fjöldinn óskaði þess að hvergi yrði yrði hvikað frá kröfugerð. Kennarar gengu svo fylktu liði að Ráðhúsinu í Reykjavík þar sem ætlunin var að afhenda borgarstjóra yfirlýsingu þess efnis að kominn sé tími til að pólítískt kjörnir borgarfulltrúar hætti að skýla sér á bakvið andlitslaust fyrirbæri á borð við Launanefnd sveitarfélaganna og axli pólítíska ábyrgð sem borgarfulltrúar. Engir fundir hafa verið haldnir í borgarstjórn um kjaradeiluna þá ellefu daga sem grunnskólakennarar hafa verið í verkfalli Kennarar komu þó að tómum kofanum því borgarstjóri er staddur erlendis og sömu sögu eru að segja um formann Fræðsluráðs. Yfirlýsingin var skilin eftir í móttöku Ráðhússins og síðan lá leið kennara að menntamálaráðuneytinu. Þar átti að reyna að koma þeim skilaboðum til menntamálaráðherra að hún geti ekki firrt sig ábyrgð. Ráðherrann var líka í útlöndum, sem og ráðuneytisstjóri. Ólafur Loftsson, formaður Kennarafélags Reykjavíkur, lýsti því yfir að að mati félagsins lýsti þetta áhugaleysi á málefnum grunnskólans. Haft var á orði að réttast væri að hópurinn færi á næstu ferðaskrifstofu til að koma málstað sínum á framfæri við ráðamenn. Þrátt fyrir að kennarar kvarti um áhugaleysi ráðamanna, þá þarf formaður Kennarafélags Reykjavíkur ekki að kvarta yfir að samstöðu vanti hjá kennurum. Að hans sögn lætur nærri að helmingur grunnskólakennara landsins hafi tekið þátt í göngunni í dag og segir hann það sýna ótrúlega samstöðu á meðal kennara. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Samninganefndir grunnskólakennara og sveitarfélaga hittast aftur á morgun eftir sjö klukkustunda fund hjá ríkissáttasemjara í dag. Formaður Kennarasambandsins segir að þá muni koma í ljós hvort einhverjar glæður hafi kviknað sem hægt verði að blása lífi í. Um helmingur grunnskólakennara á landinu gerði tilraun til að heimsækja borgarstjóra og menntamálaráðherra í dag til að leggja áherslu á kjarakröfur sínar. Á annað þúsund kennarar og kennaranemar söfnuðust saman við húsakynni ríkissáttasemjara í morgun þegar samningafundur hófst og lýstu yfir eindregnum stuðningi við samninganefnd kennara. Fjöldinn óskaði þess að hvergi yrði yrði hvikað frá kröfugerð. Kennarar gengu svo fylktu liði að Ráðhúsinu í Reykjavík þar sem ætlunin var að afhenda borgarstjóra yfirlýsingu þess efnis að kominn sé tími til að pólítískt kjörnir borgarfulltrúar hætti að skýla sér á bakvið andlitslaust fyrirbæri á borð við Launanefnd sveitarfélaganna og axli pólítíska ábyrgð sem borgarfulltrúar. Engir fundir hafa verið haldnir í borgarstjórn um kjaradeiluna þá ellefu daga sem grunnskólakennarar hafa verið í verkfalli Kennarar komu þó að tómum kofanum því borgarstjóri er staddur erlendis og sömu sögu eru að segja um formann Fræðsluráðs. Yfirlýsingin var skilin eftir í móttöku Ráðhússins og síðan lá leið kennara að menntamálaráðuneytinu. Þar átti að reyna að koma þeim skilaboðum til menntamálaráðherra að hún geti ekki firrt sig ábyrgð. Ráðherrann var líka í útlöndum, sem og ráðuneytisstjóri. Ólafur Loftsson, formaður Kennarafélags Reykjavíkur, lýsti því yfir að að mati félagsins lýsti þetta áhugaleysi á málefnum grunnskólans. Haft var á orði að réttast væri að hópurinn færi á næstu ferðaskrifstofu til að koma málstað sínum á framfæri við ráðamenn. Þrátt fyrir að kennarar kvarti um áhugaleysi ráðamanna, þá þarf formaður Kennarafélags Reykjavíkur ekki að kvarta yfir að samstöðu vanti hjá kennurum. Að hans sögn lætur nærri að helmingur grunnskólakennara landsins hafi tekið þátt í göngunni í dag og segir hann það sýna ótrúlega samstöðu á meðal kennara.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira