Þriðjungur í þrot vegna lóðaverðs 30. september 2004 00:01 Tæpur þriðjungur þeirra verktaka sem fengu úthlutað lóðum í Grafarholti á árunum 1999 til 2002 hafa síðan orðið gjaldþrota. Þetta kom fram í erindi Þorsteins Víglundssonar, forstjóra BM-Vallár, á fundi Samtaka iðnaðarins í gær. Þorsteinn segir að þetta megi rekja til þess fyrirkomulags á úthlutun lóða, en lóðum í Grafarholti var úthlutað eftir útboð. ,,Þetta fyrirkomulag er óheppilegt," segir hann, ,,meðal annars vegna þess að þetta hækkar byggingakostnað hjá verktökum, sér í lagi þar sem skortur er á byggingalóðum í borginni." Samkvæmt tölum Hagstofunnar hefur kostnaður við byggingu hvers fermetra hækkað úr 72.000 krónum árið 1999 í 95.000 krónur nú. Lóðaverð hefur á sama tíma hækkað úr 13.000 krónum á fermetra í rúmar 25.000 krónur. Rúmur helmingur af hækkun byggingarkostnaðar á þessu tímabili má því útskýra með hækkun lóðaverðs. Þorsteinn segir að þá hækkun megi rekja til þessarar aðferðar Reykjavíkurborgar við úthlutun lóða. ,,Reykjavíkurborg er með þessu að skattleggja kaupendur og verktaka. Yfirleitt hafa sveitarfélög lagt fast verð á lóðirnar og gera þá ráð fyrir að fá greitt fyrir kostnað við gatnagerð og leggja svo eitthvert álag þar ofan á. En uppboðsfyrirkomulag með þessum hætti er ekki heppileg leið til að verðleggja lóðir. Reynslan sýnir að annað tveggja gerist, kaupandinn borgar hærra verð eða afkoma byggingarverktakans rýrnar." Verktaki sem varð gjaldþrota eftir að hann byggði í Grafarholti og vill ekki láta nafn síns getið segist sannfærður um að þessi aðferð við úthlutun lóða hafi leitt til gjalþrotahrinu. ,,Þetta er orðin þvæla þegar maður þarf að kaupa lóðina fyrir fjórar til fimm milljónir. Ég held að lóðaverðið hafi tvöfaldast með þessu móti. Stjórnmálamennirnir héldu því fram að verktakarnir greiddu bara það sem þeir treystu sér til. En menn teygðu sig langt út fyrir það til að tryggja sér þær lóðir sem buðust til að verða ekki verkefnalausir." Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Sjá meira
Tæpur þriðjungur þeirra verktaka sem fengu úthlutað lóðum í Grafarholti á árunum 1999 til 2002 hafa síðan orðið gjaldþrota. Þetta kom fram í erindi Þorsteins Víglundssonar, forstjóra BM-Vallár, á fundi Samtaka iðnaðarins í gær. Þorsteinn segir að þetta megi rekja til þess fyrirkomulags á úthlutun lóða, en lóðum í Grafarholti var úthlutað eftir útboð. ,,Þetta fyrirkomulag er óheppilegt," segir hann, ,,meðal annars vegna þess að þetta hækkar byggingakostnað hjá verktökum, sér í lagi þar sem skortur er á byggingalóðum í borginni." Samkvæmt tölum Hagstofunnar hefur kostnaður við byggingu hvers fermetra hækkað úr 72.000 krónum árið 1999 í 95.000 krónur nú. Lóðaverð hefur á sama tíma hækkað úr 13.000 krónum á fermetra í rúmar 25.000 krónur. Rúmur helmingur af hækkun byggingarkostnaðar á þessu tímabili má því útskýra með hækkun lóðaverðs. Þorsteinn segir að þá hækkun megi rekja til þessarar aðferðar Reykjavíkurborgar við úthlutun lóða. ,,Reykjavíkurborg er með þessu að skattleggja kaupendur og verktaka. Yfirleitt hafa sveitarfélög lagt fast verð á lóðirnar og gera þá ráð fyrir að fá greitt fyrir kostnað við gatnagerð og leggja svo eitthvert álag þar ofan á. En uppboðsfyrirkomulag með þessum hætti er ekki heppileg leið til að verðleggja lóðir. Reynslan sýnir að annað tveggja gerist, kaupandinn borgar hærra verð eða afkoma byggingarverktakans rýrnar." Verktaki sem varð gjaldþrota eftir að hann byggði í Grafarholti og vill ekki láta nafn síns getið segist sannfærður um að þessi aðferð við úthlutun lóða hafi leitt til gjalþrotahrinu. ,,Þetta er orðin þvæla þegar maður þarf að kaupa lóðina fyrir fjórar til fimm milljónir. Ég held að lóðaverðið hafi tvöfaldast með þessu móti. Stjórnmálamennirnir héldu því fram að verktakarnir greiddu bara það sem þeir treystu sér til. En menn teygðu sig langt út fyrir það til að tryggja sér þær lóðir sem buðust til að verða ekki verkefnalausir."
Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Sjá meira