Erlent

Blair með hjartakvilla

Tony Blair forsætisráðherra Bretlands gengst í dag undir meðhöndlun á sjúkrahúsi vegna hjartsláttartruflana sem gerðu vart við sig hjá ráðherranum í gær. Blair tilkynnti sjálfur um veikindi sín í gærkvöldi, skömmu eftir að hann tók þátt í lokaathöfn landsþings Verkamannaflokksins. Sagði Blair að meðhöndlunin myndi hvorki hafa áhrif á störf hans sem forsætisráðherra né þá fyrirætlan hans að leiða Verkamannaflokkinn til sigurs þriðju kosningarnar í röð. Hann sá þó ástæðu til taka fram að hann myndi ekki halda áfram að loknu næstu kjörtímabili en hann er 51 árs gamall.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×