Ráðist gegn uppreisnarmönnum 1. október 2004 00:01 Fjölmennar og velvopnaðar bandarískar og íraskar hersveitir börðust við uppreisnarmenn í borginni Samarra og felldu að minnsta kosti hundrað uppreisnarmenn sagði Qasin Dowoud, öryggismálaráðherra í írösku bráðabirgðastjórninni. Að sögn Dowoud voru íraskar hersveitir og sveitir þjóðvarðliða sendar inn í miðborg Samarra ásamt 3.000 manna bandarísku herliði til að ná borginni allri á sitt vald, alls er þetta um 5.000 manna herlið. Fyrsta markmið herfararinnar var að setja upp vörð í kringum stjórnarbyggingar og lögreglustöðvar. Uppreisnarmenn, sem eru öflugir í borginni, svöruðu framsókn hermanna með því að skjóta að þeim úr léttum sprengjuvörpum og hríðskotarifflum. Að sögn íraskra og bandarískra yfirvalda fór lítið fyrir baráttu uppreisnarmanna eftir tólf tíma bardaga. Þá voru þeir sagðir hafa einangrast á ákveðnum svæðum í borginni. "Við vinnum að því að hreinsa borgina af hryðjuverkamönnum," sagði Dowoud sem lýsti Samarra sem útlagaborg sem hefði verið orðin stjórnlaus. Hann sagði 37 uppreisnarmenn hafa verið handtekna og að sumir þeirra hefðu áður barist fyrir stjórn Saddams Husseins. Læknir á sjúkrahúsinu í Samarra sagði að í það minnsta áttatíu lík og yfir hundrað særðir einstaklingar hefðu verið fluttir á sjúkrahúsið. Hann gat hins vegar ekki sagt til um hversu margir þeirra væru uppreisnarmenn. Al-Jazeera sjónvarpsstöðin útvarpaði í gær upptöku sem er sögð eftir Ayman al-Zawahri, helsta samstarfsmann Osama bin Ladens, eru íslömsk ungmenni hvött til að berjast gegn Bandaríkjunum og bandamönnum þeirra. "Þið, æska Íslams, þetta eru skilaboð til ykkar. Ef við deyjum eða erum hnepptir í fangelsi skuluð þið feta í okkar fótspor. Ekki bregðast guði og spámanni hans, ekki bregðast traustinu sem ykkur hefur verið sýnt. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Sjá meira
Fjölmennar og velvopnaðar bandarískar og íraskar hersveitir börðust við uppreisnarmenn í borginni Samarra og felldu að minnsta kosti hundrað uppreisnarmenn sagði Qasin Dowoud, öryggismálaráðherra í írösku bráðabirgðastjórninni. Að sögn Dowoud voru íraskar hersveitir og sveitir þjóðvarðliða sendar inn í miðborg Samarra ásamt 3.000 manna bandarísku herliði til að ná borginni allri á sitt vald, alls er þetta um 5.000 manna herlið. Fyrsta markmið herfararinnar var að setja upp vörð í kringum stjórnarbyggingar og lögreglustöðvar. Uppreisnarmenn, sem eru öflugir í borginni, svöruðu framsókn hermanna með því að skjóta að þeim úr léttum sprengjuvörpum og hríðskotarifflum. Að sögn íraskra og bandarískra yfirvalda fór lítið fyrir baráttu uppreisnarmanna eftir tólf tíma bardaga. Þá voru þeir sagðir hafa einangrast á ákveðnum svæðum í borginni. "Við vinnum að því að hreinsa borgina af hryðjuverkamönnum," sagði Dowoud sem lýsti Samarra sem útlagaborg sem hefði verið orðin stjórnlaus. Hann sagði 37 uppreisnarmenn hafa verið handtekna og að sumir þeirra hefðu áður barist fyrir stjórn Saddams Husseins. Læknir á sjúkrahúsinu í Samarra sagði að í það minnsta áttatíu lík og yfir hundrað særðir einstaklingar hefðu verið fluttir á sjúkrahúsið. Hann gat hins vegar ekki sagt til um hversu margir þeirra væru uppreisnarmenn. Al-Jazeera sjónvarpsstöðin útvarpaði í gær upptöku sem er sögð eftir Ayman al-Zawahri, helsta samstarfsmann Osama bin Ladens, eru íslömsk ungmenni hvött til að berjast gegn Bandaríkjunum og bandamönnum þeirra. "Þið, æska Íslams, þetta eru skilaboð til ykkar. Ef við deyjum eða erum hnepptir í fangelsi skuluð þið feta í okkar fótspor. Ekki bregðast guði og spámanni hans, ekki bregðast traustinu sem ykkur hefur verið sýnt.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Sjá meira