Innlent

Fyrsta stefnuræða Halldórs

Halldór Ásgrímsson flytur jómfrúarræðu sína sem forsætisráðherra á Alþingi í kvöld. Umræður um stefnuræðu forsætisráðherra hefjast í kvöld klukkan 19.50 og verður útvarpað og sjónvarpað í fjölmiðlum ríkisins. Útsending frá Alþingi stendur fram til klukkan 22 í kvöld. Auk Halldórs munu Magnús Stefánsson og Jónína Bjartmarz tala fyrir hönd Framsóknarflokksins. Davíð Oddsson utanríkisráðherra talar fyrir sjálfstæðismenn ásamt Sigríði Önnu Þórðardóttur umhverfisráðherra og Birgi Ármannssyni. Össur Skarphéðinsson, Jóhanna Sigurðardóttir og Björgvin G. Sigurðsson tala fyrir hönd Samfylkingarinnar. Steingrímur J. Sigfússon, Kolbrún Halldórsdóttir og Jón Bjarnason fyrir Vinstri græna. Frjálslyndu þingmennirnir taka svo allir til máls, en þeir eru Guðjón A. Kristjánsson, Magnús Þór Hafsteinsson, Gunnar Örlygsson og Sigurjón Þórðarson.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×