Of fáir hermenn og engin tengsl 5. október 2004 00:01 Tveir af helstu ráðamönnum Bandaríkjanna sem komu að innrásinni í Írak hafa neyðst til að draga til baka orð sem þeir létu falla á opinberum vettvangi. Donald Rumsfeld sagðist engar sannanir hafa séð um tengsl Saddam Hussein og Osama bin Laden og Paul Bremer sagði það hafa komið í bakið á Bandaríkjunum að hafa sent of fámennt herlið til Íraks. Eftir því sem ég best veit hef ég aldrei séð óumdeilanleg sönnunargögn fyrir því að tengsl hafi verið milli þeirra tveggja," sagði Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra þegar hann var spurður um tengsl milli Saddams Hussein og Osama bin Laden. Orð sín lét Rumsfeld falla á fundi Council on Foreign Relations í New York. Þar sagði hann jafnframt að síðasta árið hefði hann séð svarið við spurningunni um tengsl Saddams og bin Laden velkjast milli leyniþjónustustofnana með ótrúlegum hætti. Þessi orð hans stangast á við það sem Bandaríkjastjórn hefur áður sagt um tengsl mannanna. Nokkrum klukkustundum síðar sendi Rumsfeld frá sér tilkynningu þar sem hann sagði að ræða sín hefði misskilist. Hann sagði að tengsl hefðu verið milli Saddams og al-Kaída og sannanir fyrir veru al-Kaída liða í Írak í valdatíð Saddams Hussein. Bandaríkin guldu það dýru verði að hafa ekki nægilega fjölmennt herlið í Írak eftir að Saddam Hussein var hrakinn frá völdum, sagði Paul Bremer, fyrrum yfirmaður hernámsstjórnar Bandaríkjanna í Írak. Hann sagði Bandaríkin hafa gert tvenn afdrifarík mistök í Írak, annars vegar að hafa aldrei verið með nægilega fjölmennt herlið, hins vegar að stöðva ekki óöldina sem þá blossaði upp við fall stjórnar Saddams Hussein. Eftir að fréttir af ræðu Bremers, á fundi tryggingafélags, bárust út sendi hann yfirlýsingu frá sér þar sem hann sagðist telja að bandaríska herliðið í Írak væri nógu fjölmennt nú og að hann styddi heilshugar stefnu forsetans, George W. Bush. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Erlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira
Tveir af helstu ráðamönnum Bandaríkjanna sem komu að innrásinni í Írak hafa neyðst til að draga til baka orð sem þeir létu falla á opinberum vettvangi. Donald Rumsfeld sagðist engar sannanir hafa séð um tengsl Saddam Hussein og Osama bin Laden og Paul Bremer sagði það hafa komið í bakið á Bandaríkjunum að hafa sent of fámennt herlið til Íraks. Eftir því sem ég best veit hef ég aldrei séð óumdeilanleg sönnunargögn fyrir því að tengsl hafi verið milli þeirra tveggja," sagði Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra þegar hann var spurður um tengsl milli Saddams Hussein og Osama bin Laden. Orð sín lét Rumsfeld falla á fundi Council on Foreign Relations í New York. Þar sagði hann jafnframt að síðasta árið hefði hann séð svarið við spurningunni um tengsl Saddams og bin Laden velkjast milli leyniþjónustustofnana með ótrúlegum hætti. Þessi orð hans stangast á við það sem Bandaríkjastjórn hefur áður sagt um tengsl mannanna. Nokkrum klukkustundum síðar sendi Rumsfeld frá sér tilkynningu þar sem hann sagði að ræða sín hefði misskilist. Hann sagði að tengsl hefðu verið milli Saddams og al-Kaída og sannanir fyrir veru al-Kaída liða í Írak í valdatíð Saddams Hussein. Bandaríkin guldu það dýru verði að hafa ekki nægilega fjölmennt herlið í Írak eftir að Saddam Hussein var hrakinn frá völdum, sagði Paul Bremer, fyrrum yfirmaður hernámsstjórnar Bandaríkjanna í Írak. Hann sagði Bandaríkin hafa gert tvenn afdrifarík mistök í Írak, annars vegar að hafa aldrei verið með nægilega fjölmennt herlið, hins vegar að stöðva ekki óöldina sem þá blossaði upp við fall stjórnar Saddams Hussein. Eftir að fréttir af ræðu Bremers, á fundi tryggingafélags, bárust út sendi hann yfirlýsingu frá sér þar sem hann sagðist telja að bandaríska herliðið í Írak væri nógu fjölmennt nú og að hann styddi heilshugar stefnu forsetans, George W. Bush.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Erlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira