Innlent

ASÍ styður flugfreyjur og sjómenn

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands lýsti í gær yfir fullum stuðningi við Sjómannasambandið í aðgerðum sínum gegn Brimi og við flugfreyjur og flugþjóna í kjarabaráttu þeirra við Iceland Express. Í ályktun frá miðstjórninni segir að fyrirtækin séu að gera tilraun til að brjóta lögvarin lágmarkskjör og réttindi kjarasamninga. Þá segir að Alþýðusambandið muni beita sér af fullum þunga gegn öllum tilraunum í þessa veru og hvetur þess vegna launafólk, verkalýðsfélög og einnig samtök atvinnurekenda til að gera hið sama.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×