Bensínverð að sliga heimilin 8. október 2004 00:01 Félag íslenskra bifreiðaeigenda hyggst gera kröfu til stjórnvalda um að gripið verði til tímabundinna aðgerða til að draga úr sveiflum á bensínverði, sem skelli á landsmönnum með miklum þunga. "Það er ljóst að þessi mikla hækkun á bensínverði er að sliga heimilin í landinu," sagði Runólfur og benti á að hækkunin hefði verið ríflega 16 prósent á tæpum tveimur síðustu árum. Hann sagði að vissulega væri mikil verðhækkun á eldsneyti að ganga yfir heiminn. Annars vegar stafaði það af þekktum óróa í olíuframleiðsluríkjunum. Hins vegar væri iðnvæðing þróunarríkjanna, sem hefði í för með sér stóraukna eftirspurn eftir eldsneyti og spákaupmennsku samhliða því. En ríkissjóður væri að njóta hækkaðs virðisaukaskatts samfara bensínhækkunum. Gera mætti ráð fyrir að skatttekjur hans af bensíni einu væri ríflega 500 milljónir í tekjuauka, miðað við meðalverð á síðasta ári. Hins vegar hefði aukin samkeppni í eldsneytissölu heldur haldið aftur af hækkun álagningar. Um tíma hefði tilhneigingar gætt hjá oliufélögunum að hækka álagningu umfram meðalálagningu. "Eftir sem áður er lítraverðið gríðarlega hátt," sagði Runólfur. "Þetta er farið að telja í tugum þúsunda fyrir hverja meðalfjölskyldu. menn sjá ekki teikn á lofti um að það séu einhverjar róttækar, viðvarandi verðbreytingar í loftinu niður á við." Spurður um afstöðu FÍB til skattheimtu stjórnvalda af bensínverði benti Runólfur á að fyrri Persaflóaátökunum hefði tímabundið verið lækkað vörugjald af bensíni hér á landi. Það hefði endurtekið sig í kringum "rauðu strikin" fyrir tveimur árum, því menn hefðu séð fram á að fyrirliggjandi eldsneytishækkanir gætu jafnvel haft áhrif á kjarasamninga. "Við teljum eðlilegt, að nú verði gripið til tímabundinna aðgerða til að draga úr sveiflunum," sagði Runólfur. "Það liggur fyrir að eftir sem áður er ríkið að njóta góðs af þessari þróun í formi hækkaðs virðisaukaskatts." Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Sjá meira
Félag íslenskra bifreiðaeigenda hyggst gera kröfu til stjórnvalda um að gripið verði til tímabundinna aðgerða til að draga úr sveiflum á bensínverði, sem skelli á landsmönnum með miklum þunga. "Það er ljóst að þessi mikla hækkun á bensínverði er að sliga heimilin í landinu," sagði Runólfur og benti á að hækkunin hefði verið ríflega 16 prósent á tæpum tveimur síðustu árum. Hann sagði að vissulega væri mikil verðhækkun á eldsneyti að ganga yfir heiminn. Annars vegar stafaði það af þekktum óróa í olíuframleiðsluríkjunum. Hins vegar væri iðnvæðing þróunarríkjanna, sem hefði í för með sér stóraukna eftirspurn eftir eldsneyti og spákaupmennsku samhliða því. En ríkissjóður væri að njóta hækkaðs virðisaukaskatts samfara bensínhækkunum. Gera mætti ráð fyrir að skatttekjur hans af bensíni einu væri ríflega 500 milljónir í tekjuauka, miðað við meðalverð á síðasta ári. Hins vegar hefði aukin samkeppni í eldsneytissölu heldur haldið aftur af hækkun álagningar. Um tíma hefði tilhneigingar gætt hjá oliufélögunum að hækka álagningu umfram meðalálagningu. "Eftir sem áður er lítraverðið gríðarlega hátt," sagði Runólfur. "Þetta er farið að telja í tugum þúsunda fyrir hverja meðalfjölskyldu. menn sjá ekki teikn á lofti um að það séu einhverjar róttækar, viðvarandi verðbreytingar í loftinu niður á við." Spurður um afstöðu FÍB til skattheimtu stjórnvalda af bensínverði benti Runólfur á að fyrri Persaflóaátökunum hefði tímabundið verið lækkað vörugjald af bensíni hér á landi. Það hefði endurtekið sig í kringum "rauðu strikin" fyrir tveimur árum, því menn hefðu séð fram á að fyrirliggjandi eldsneytishækkanir gætu jafnvel haft áhrif á kjarasamninga. "Við teljum eðlilegt, að nú verði gripið til tímabundinna aðgerða til að draga úr sveiflunum," sagði Runólfur. "Það liggur fyrir að eftir sem áður er ríkið að njóta góðs af þessari þróun í formi hækkaðs virðisaukaskatts."
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Sjá meira