Slæmt upplýsingastreymi hjá FB 10. október 2004 00:01 Þess sjást engin merki, hvorki í námsvísi né á heimasíðu Fjölbrautaskólans í Breiðholti, að skólinn veki athygli nemenda á því að sum stúdentspróf skólans veita ekki aðgang að Háskóla Íslands. Stór hluti þeirra nemenda sem útskrifast sem stúdentar úr Fjölbrautaskólanum í Breiðholti um áramótin fær ekki inni í Háskóla Íslands þar sem skólinn telur stúdentspróf þeirra ekki uppfylla kröfur skólans til að fá inngöngu. Aðstoðarmaður háskólarektors sagði í fréttum okkar í gær að stúdentspróf væri einfaldlega ekki lengur bara stúdentspróf; sum duga til náms í Háskóla Íslands, en önnur ekki. Svona hefði þetta verið síðan ný lög tóku gildi um framhaldsskóla árið 1999. Hann segir Háskólann kynna þetta vel fyrir öllum nýnemum framhaldsskólanna en að hugsanlega kynnu skólarnir sjálfir þetta ekki nægjanlega vel fyrir nemendum. Áfangastjóri Fjölbrautaskólans í Breiðholti taldi þetta vel kynnt fyrir nemendum en vísbendingar eru um að svo sé alls ekki. Ef rýnt er á heimasíðu skólans sér þess ekki merki að stúdentspróf af viðskiptabraut, listnáms- eða iðnaðarbrautum dugi ekki til að fá inni í Háskólanum. Í námsvísi skólans kemur hvergi fram að þessi stúdentspróf séu síðri en önnur, öðru nær, þar stendur til að mynda að nemendur listnámsbrautar geti bætt við sig og aflað sér þannig almennra réttinda til náms á háskólastigi með því að ljúka stúdentsprófi. ´ Þá segja nemendur sem fréttastofa hefur rætt við að umsjónarkennarar veki enga athygli á þessu. Það er því ljóst að stjórnendur FB verða að bæta upplýsingastreymi sitt til nemenda til að komast hjá óánægju á borð við þá sem nú ríkir á meðal komandi útskriftarhóps. Fréttir Innlent Skóla - og menntamál Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Sjá meira
Þess sjást engin merki, hvorki í námsvísi né á heimasíðu Fjölbrautaskólans í Breiðholti, að skólinn veki athygli nemenda á því að sum stúdentspróf skólans veita ekki aðgang að Háskóla Íslands. Stór hluti þeirra nemenda sem útskrifast sem stúdentar úr Fjölbrautaskólanum í Breiðholti um áramótin fær ekki inni í Háskóla Íslands þar sem skólinn telur stúdentspróf þeirra ekki uppfylla kröfur skólans til að fá inngöngu. Aðstoðarmaður háskólarektors sagði í fréttum okkar í gær að stúdentspróf væri einfaldlega ekki lengur bara stúdentspróf; sum duga til náms í Háskóla Íslands, en önnur ekki. Svona hefði þetta verið síðan ný lög tóku gildi um framhaldsskóla árið 1999. Hann segir Háskólann kynna þetta vel fyrir öllum nýnemum framhaldsskólanna en að hugsanlega kynnu skólarnir sjálfir þetta ekki nægjanlega vel fyrir nemendum. Áfangastjóri Fjölbrautaskólans í Breiðholti taldi þetta vel kynnt fyrir nemendum en vísbendingar eru um að svo sé alls ekki. Ef rýnt er á heimasíðu skólans sér þess ekki merki að stúdentspróf af viðskiptabraut, listnáms- eða iðnaðarbrautum dugi ekki til að fá inni í Háskólanum. Í námsvísi skólans kemur hvergi fram að þessi stúdentspróf séu síðri en önnur, öðru nær, þar stendur til að mynda að nemendur listnámsbrautar geti bætt við sig og aflað sér þannig almennra réttinda til náms á háskólastigi með því að ljúka stúdentsprófi. ´ Þá segja nemendur sem fréttastofa hefur rætt við að umsjónarkennarar veki enga athygli á þessu. Það er því ljóst að stjórnendur FB verða að bæta upplýsingastreymi sitt til nemenda til að komast hjá óánægju á borð við þá sem nú ríkir á meðal komandi útskriftarhóps.
Fréttir Innlent Skóla - og menntamál Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Sjá meira