Lifrarbólga A geisar meðal homma 11. október 2004 00:01 Hópsýkingar af völdum lifrarbólgu A hafa brotist út meðal homma í nokkrum Evrópulöndum, en þær eru vel þekkt vandamál meðal þeirra, að sögn Haraldar Briem sóttvarnarlæknis hjá Landlæknisembættinu. Embættið hefur sent út tilkynningu vegna þessa. Snemma árs 2004 fór að bera á fjölgun sjúkdómstilfella af völdum lifrabólgu A í Danmörku. Um miðjan september höfðu greinst 158, og af þeim voru 118 eldri en 17 ára. Í Hollandi fór fjöldi tilfella vaxandi fyrri hluta árs meðal karla eldri en 17 ára. Í ágúst og september fjölgaði tilfellum af lifrarbólgu A í London og er sá faraldur bundinn við homma, að sögn Haraldar. Í Noregi geisar einnig lifrarbólga A meðal homma. Nú er vitað um 64 sjúklinga. "Þeim tilmælum er beint til manna á heimasíðu samtakanna, að þeir láti bólusetja sig gegn lifrarbólgu," sagði Þorvaldur Kristinsson formaður Samtakanna ´78. "Hins vegar er þetta bóluefni mjög dýrt. Bólusetning gegn lifrarbólgu A og B kostar um 15.000 krónur. Það er eðli ungs fólks að lifa við fjöllyndi og það þarf þar af leiðandi helst á þessu bóluefni að halda. En það er jafnframt þessi hópur sem býr við hvað minnst efni." Lifrarbólga A er bráður og mjög smitandi veirusjúkdómur og líða 2 - 6 vikur frá smitun þar til einkenna verður vart. Þau eru í upphafi lík flensueinkennum, með hita, verkjum og óþægindum í ofanverðum kvið hægra megin. Nokkrum dögum síðar fer að bera á gulu, þvag verður dökkt og hægðir ljósar. Veikindi geta staðið yfir vikum og mánuðum saman. Meginsmitleið lifrarbólgu A er saurmengun. Því eru munn og endaþarmsmök mikill áhættuþáttur sem og öll snerting við endaþarm. Smit með menguðum mat og vatni er vel þekkt. Mest hætta á smitun er vikuna fyrir og eftir að einkenna verður vart, að því er Haraldur sagði. Ráðleggur landlæknisembættið karlmönnum sem hafa kynmök við aðra karlmenn að hafa samband við heilsugæslustöðvar og láta bólusetja sig. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Erlent Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Innlent „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Innlent Gómuðu leðurblökuna Innlent Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Innlent Líkur á eldgosi fara vaxandi Innlent Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Innlent Örfáir læknar sinni hundruðum Innlent Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Innlent Fæddi barn í flugvél og nauðlenti á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Á ekki að teljast til mannréttinda að fá að ofsækja fólk Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Fæddi barn í flugvél og nauðlenti á Íslandi Vestfirðingar þokast nær langþráðum vegabótum Æfðu viðbrögð við svörtustu sviðsmyndinni Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Gómuðu leðurblökuna Stórhættuleg falskvíðalyf, ný könnun og iðrun Ingu „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Flokkur fólksins leitar að upplýsingafulltrúa Líkur á eldgosi fara vaxandi Pawel stýrir utanríkismálanefnd Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Gagnrýna „glæfralegar ályktanir“ um „meintan veldisvöxt“ ADHD Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Telur umræðu um styrki flokkanna háværa umfram tilefni Hótanir Trumps eigi ekki að líðast í lýðræðissamfélagi Kári nýr formaður Sameykis Styrkjamál flokkanna og ásælni Trumps í Grænland Örfáir læknar sinni hundruðum „Líta svo á“ að Sjálfstæðisflokkurinn hafi uppfyllt lögin Fjörutíu og fjórir einstaklingar 100 ára eða eldri Kallar eftir rannsókn og endurgreiðslu á styrkjum til stjórnmálaflokka Uppákoma eftir sérsveitaraðgerð á Bakkafirði „kornið sem fyllti mælinn“ Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Sjá meira
Hópsýkingar af völdum lifrarbólgu A hafa brotist út meðal homma í nokkrum Evrópulöndum, en þær eru vel þekkt vandamál meðal þeirra, að sögn Haraldar Briem sóttvarnarlæknis hjá Landlæknisembættinu. Embættið hefur sent út tilkynningu vegna þessa. Snemma árs 2004 fór að bera á fjölgun sjúkdómstilfella af völdum lifrabólgu A í Danmörku. Um miðjan september höfðu greinst 158, og af þeim voru 118 eldri en 17 ára. Í Hollandi fór fjöldi tilfella vaxandi fyrri hluta árs meðal karla eldri en 17 ára. Í ágúst og september fjölgaði tilfellum af lifrarbólgu A í London og er sá faraldur bundinn við homma, að sögn Haraldar. Í Noregi geisar einnig lifrarbólga A meðal homma. Nú er vitað um 64 sjúklinga. "Þeim tilmælum er beint til manna á heimasíðu samtakanna, að þeir láti bólusetja sig gegn lifrarbólgu," sagði Þorvaldur Kristinsson formaður Samtakanna ´78. "Hins vegar er þetta bóluefni mjög dýrt. Bólusetning gegn lifrarbólgu A og B kostar um 15.000 krónur. Það er eðli ungs fólks að lifa við fjöllyndi og það þarf þar af leiðandi helst á þessu bóluefni að halda. En það er jafnframt þessi hópur sem býr við hvað minnst efni." Lifrarbólga A er bráður og mjög smitandi veirusjúkdómur og líða 2 - 6 vikur frá smitun þar til einkenna verður vart. Þau eru í upphafi lík flensueinkennum, með hita, verkjum og óþægindum í ofanverðum kvið hægra megin. Nokkrum dögum síðar fer að bera á gulu, þvag verður dökkt og hægðir ljósar. Veikindi geta staðið yfir vikum og mánuðum saman. Meginsmitleið lifrarbólgu A er saurmengun. Því eru munn og endaþarmsmök mikill áhættuþáttur sem og öll snerting við endaþarm. Smit með menguðum mat og vatni er vel þekkt. Mest hætta á smitun er vikuna fyrir og eftir að einkenna verður vart, að því er Haraldur sagði. Ráðleggur landlæknisembættið karlmönnum sem hafa kynmök við aðra karlmenn að hafa samband við heilsugæslustöðvar og láta bólusetja sig.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Erlent Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Innlent „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Innlent Gómuðu leðurblökuna Innlent Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Innlent Líkur á eldgosi fara vaxandi Innlent Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Innlent Örfáir læknar sinni hundruðum Innlent Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Innlent Fæddi barn í flugvél og nauðlenti á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Á ekki að teljast til mannréttinda að fá að ofsækja fólk Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Fæddi barn í flugvél og nauðlenti á Íslandi Vestfirðingar þokast nær langþráðum vegabótum Æfðu viðbrögð við svörtustu sviðsmyndinni Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Gómuðu leðurblökuna Stórhættuleg falskvíðalyf, ný könnun og iðrun Ingu „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Flokkur fólksins leitar að upplýsingafulltrúa Líkur á eldgosi fara vaxandi Pawel stýrir utanríkismálanefnd Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Gagnrýna „glæfralegar ályktanir“ um „meintan veldisvöxt“ ADHD Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Telur umræðu um styrki flokkanna háværa umfram tilefni Hótanir Trumps eigi ekki að líðast í lýðræðissamfélagi Kári nýr formaður Sameykis Styrkjamál flokkanna og ásælni Trumps í Grænland Örfáir læknar sinni hundruðum „Líta svo á“ að Sjálfstæðisflokkurinn hafi uppfyllt lögin Fjörutíu og fjórir einstaklingar 100 ára eða eldri Kallar eftir rannsókn og endurgreiðslu á styrkjum til stjórnmálaflokka Uppákoma eftir sérsveitaraðgerð á Bakkafirði „kornið sem fyllti mælinn“ Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Sjá meira