Erlent

Fjöldagrafir finnast í Írak

Líkamsleifar hundruða manna, þar á meðal barna, hafa fundist í fjöldagröfum nálægt þorpinu Hatra í Norður-Írak. Grafirnar eru taldar sanna ofsóknir gegn Kúrdum sem drepnir voru í þúsunda tali í valdatíð Saddams Husseins í lok níunda áratugarins. Talið er að yfir þrjú hundruð lík séu í gröfunum  Fólkið hafi verið skotið á staðnum og líkunum síðan ýtt með jarðýtum ofan í grafirnar. Saddam Hussein verður færður fyrir stríðsglæpadómstól á næsta ári þar sem hann mun svara fyrir glæpi gegn mannkyninu. Hægt er að horfa á fréttina úr morgunsjónvarpi Stöðvar 2 með því að smella á hlekkinn hér að neðan. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×