Innlent

Sólbakur landaði í morgun

Engar mótmælaaðgerðir voru á bryggjunni á Akureyri í morgun þegar löndun hófst úr togaranum Sólbaki en hann kom til hafnar klukkan átta. Forysta sjómannasamtakanna segist hlíta lögbanni á mótmælaaðgerðir sem sýslumaðurinn á Akureyri féllst á í gær, að beiðni útgerðarfélags Sólbaks. Málið verður svo tekið fyrir í Héraðsdómi innan viku frá því að lögbannið var staðfest. Sólbakur var með um það bil 70 tonn, aðallega þorsk, og heldur út aftur strax að löndun lokinni samkvæmt samningi útgerðar og sjómanna. Að öðrum kosti hefði skipið legið í höfn í 30 klukkustundir. Félagsfundur Eflingar, eins stærsta verkalýðsfélags landsins, sem haldinn var í gær skorar á félagsmenn, allt launafólk og aðila sem þjónusta Sólbak að vinna ekki við löndun eða gegna öðrum störfum fyrir útgerðina meðan á þessari deilu stendur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×