Innlent

Vilja landið af viljuga listanum

Þjóðarhreyfingin - með lýðræði segir Alþingi hafa verið sýnd óvirðing með ákvörðun forsætis- og utanríkisráðherra um að setja Ísland á lista stuðningsþjóða innrásarinnar í Írak án þess að ákvörðunin væri borin undir utanríkismálanefnd Alþingis. Hreyfingin segir að brotið hafi verið gegn 24. grein þingskapalaga með þessu. Hreyfingin krefst þess að landið verði tekið af "lista hinna fúsu og staðföstu" og að ráðherrarnir játi mistök sín og biðji afsökunar á því að hafa beitt þjóðina blekkingum um ástæður innrásarinnar og lögmæti hennar samkvæmt alþjóðalögum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×