ASÍ ósamkvæmt sjálfu sér 14. október 2004 00:01 Óskar Stefánsson hefur hætt rútuakstri en keyrir í stað þess leigubíl. Hann er eftir sem áður formaður Sleipnis og átelur nú forystu ASÍ fyrir tvískinnung. Óskar segir sambandið ekki hafa stutt Sleipni þegar samið var framhjá félaginu í vinnudeilu árið 2000 en nú bregðist það hart við þegar Sólbaksmenn semji við sína vinnuveitendur án milligöngu stéttarfélaga sjómanna. Vinnudeila rútubílstjóra við vinnuveitendur sína árið 2000 var óvenju harðvítug og stóð Óskar Stefánsson, formaður Sleipnis, þá í eldlínunni. Fyrir nokkrum misserum var Óskari sagt upp starfi sínu hjá Kynnisferðum. Uppsögnin var síðar dæmd ólögmæt og telur Óskar að sér hafi verið sagt að taka pokann sinn vegna starfa sinna að verkalýðsmálum. Það hafa hans fyrrum vinnuveitendur hins vegar aldrei viðurkennt. Þótt rútunni hafi verið lagt í bili þá situr Óskar enn á bak við stýri, að þessu sinni leigubílsstýri. Hann segist kunna því vel þótt hann viðurkenni að vinnan sé heldur meiri. Óskar er ennþá formaður Sleipnis enda er félagið orðið almennt bifreiðastjórafélag en ekki einungis fyrir rútubílstjóra. Þegar vinnudeilan erfiða stóð sem hæst árið 2000 þá tók Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur að sér gerð kjarasamnings við sérleyfishafa í óþökk Sleipnis sem taldi sig eiga forgang að samningsgerð. ASÍ kaus að aðhafast ekki og segir Óskar að það hafi valdið félagi sínu óbætanlegu tjóni. "Þess vegna kom þetta mjög flatt upp á okkur að Alþýðusambandið skyldi hafa mótmælt samningum Sólbaksmanna eins harkalega og raun bar vitni. Mér finnst þeir hafa gengið algerlega á bak orða sinna gagnvart okkur," segir Óskar sem ítrekar þó að með þessu sé hann ekki að lýsa stuðningi við Sólbakssamninginn. Aðspurður hvort ASÍ hafi ekki einfaldlega séð að sér segir Óskar að það geti vel verið. "Það er gott til þess að líta að menn geti skipt um skoðun í þessum efnum því við héldum því alla tíð fram að þetta væri ólöglegt." Sleipnir hefur krafið Alþýðusambandið skýringa en ennþá hefur ekkert svar borist. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Óskar Stefánsson hefur hætt rútuakstri en keyrir í stað þess leigubíl. Hann er eftir sem áður formaður Sleipnis og átelur nú forystu ASÍ fyrir tvískinnung. Óskar segir sambandið ekki hafa stutt Sleipni þegar samið var framhjá félaginu í vinnudeilu árið 2000 en nú bregðist það hart við þegar Sólbaksmenn semji við sína vinnuveitendur án milligöngu stéttarfélaga sjómanna. Vinnudeila rútubílstjóra við vinnuveitendur sína árið 2000 var óvenju harðvítug og stóð Óskar Stefánsson, formaður Sleipnis, þá í eldlínunni. Fyrir nokkrum misserum var Óskari sagt upp starfi sínu hjá Kynnisferðum. Uppsögnin var síðar dæmd ólögmæt og telur Óskar að sér hafi verið sagt að taka pokann sinn vegna starfa sinna að verkalýðsmálum. Það hafa hans fyrrum vinnuveitendur hins vegar aldrei viðurkennt. Þótt rútunni hafi verið lagt í bili þá situr Óskar enn á bak við stýri, að þessu sinni leigubílsstýri. Hann segist kunna því vel þótt hann viðurkenni að vinnan sé heldur meiri. Óskar er ennþá formaður Sleipnis enda er félagið orðið almennt bifreiðastjórafélag en ekki einungis fyrir rútubílstjóra. Þegar vinnudeilan erfiða stóð sem hæst árið 2000 þá tók Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur að sér gerð kjarasamnings við sérleyfishafa í óþökk Sleipnis sem taldi sig eiga forgang að samningsgerð. ASÍ kaus að aðhafast ekki og segir Óskar að það hafi valdið félagi sínu óbætanlegu tjóni. "Þess vegna kom þetta mjög flatt upp á okkur að Alþýðusambandið skyldi hafa mótmælt samningum Sólbaksmanna eins harkalega og raun bar vitni. Mér finnst þeir hafa gengið algerlega á bak orða sinna gagnvart okkur," segir Óskar sem ítrekar þó að með þessu sé hann ekki að lýsa stuðningi við Sólbakssamninginn. Aðspurður hvort ASÍ hafi ekki einfaldlega séð að sér segir Óskar að það geti vel verið. "Það er gott til þess að líta að menn geti skipt um skoðun í þessum efnum því við héldum því alla tíð fram að þetta væri ólöglegt." Sleipnir hefur krafið Alþýðusambandið skýringa en ennþá hefur ekkert svar borist.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira