Innlent

Sendiráð ESB til Íslands

  Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga á Alþingi um að utanríkisráðherra verði falið að óska eftir við Evrópusambandið að "sendiráð" þess verði flutt til Íslands. Ágúst Ólafur Ágústsson, fyrsti flutningsmaður tillögunnar segir að það sé með ólíkindum að Evrópusambandið hafi ekki "sendiráð" eða fastanefnd á Íslandi, ekki síst í ljósi þess að Ísland hafi sendiráð í Brussel. Fastanefndin í Osló fjalli um málefni Íslands en af 20 starfsmönnum sé aðeins einn Íslendingur: "Ísland er nánast eina Evrópuríki sem ekki hefur slíkt sendiráð. Ég held að það myndi auka skilning Evrópusambandsins á okkar afstöðu og hagsmunum ef fastanefndin væri hér á landi." Bent er á í þingsályktunartillögunni að 60% útflutnings Íslands fari til Evrópusambandsins að ógleymdu mikilvægi EES samningsins. Framkvæmastjórn Evrópusambandsins hefur fastanefndir á 130 stöðum í heiminum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×