Innlent

11 milljarðar af barnafólki

Hart var tekist á í umræðum á Alþingi í gær um barnabætur og frammistöðu Framsóknarflokksins í þeim málaflokki. Össur Skarphéðinsson, Samfylkingunni sagði að frá því Framsóknarflokkurinn settist í ríkisstjórn og til 2003 hefðu ellefu milljarðar verið "plokkaðir af  barnafólki" með lækkun barnabóta. Hefðu barnabætur verið 1% af landsframleiðslu þegar Framsókn tók við af Alþýðuflokki í ríkisstjórn en aðeins 0.55% í árslok 2003. "Hvar eru efndirnar á kosningaloforðum? Eintóm svik og blekkingar", sagði Össur. Birkir Jón Jónsson, Framsóknarflokki sagði að einn og hálfum milljarði hefði verið bætt við í barnabætur og ríkisstjórnin hefði lofað þremur til viðbótar fyrir lok kjörtímabilsins. "Það er því ekki rétt að tala um niðurskurð. Stefna Samfylkingarinnar er eintóm yfirboð."  Össur Skarphéðinsson sagði að með þessu væri aðeins verið að "skila hluta ránsfengsins til baka."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×