Innlent

Nýtt ráðuneyti

Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur lagt fram á Alþingi frumvarp sem gerir ráð fyrir að stofna nýtt atvinnumálaráðuneyti sem komi í stað þriggja annara, það er sjávarútvegs landbúnaðar-, sjávarútvegs-, iðnaðar- og viðskiptaráðuneyta. Auk þess er lagt til að nýja ráðuneytið fái nokkra málaflokka sem heyra undir önnur ráðuneyti, svo sem ferðaþjónustu og þekkingariðnað. Frumvarpið gerir ráð fyrir að undirbúningi að stofnun hins nýja ráðuneytis verði lokið fyrir árslok 2006. Össur Skarphéðinsson formaður Samfylkingarinnar og fyrsti flutningsmaður tillögunnar segir að ráðuneytum hafi fjölgað úr hófi fram og löngu sé orðið tímabært að fækka þeim og gera starfsemi þeirra skilvirkari með því að sameina verkefni. Þá séu stofnanir íslensku stjórnsýslunnar of margar miðað við verkefni samfélagsins, of smáar og því ekki nægilega öflugar til að takast á við æ flóknari verkefni margþætts tæknisamfélags.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×