Innlent

Skattur úr 10 í 19%

Ögmundur Jónasson, vinstri-grænum mælti í fyrradag fyrir frumvarpi til laga sem gerir ráð fyrir að fjármagnstekjuskattur hækki úr tíu í átján prósent. Ögmundur segjist í greinargerð vilja að brugðist verði við breyttu tekjumynstri í þjóðfélaginu og því óréttlæti sem stafar af misræmi í skattlagningu fjármagnstekna og launa.: "Vinnandi fólk greiðir af launum sínum rúm 38,5%.. Tekjur þeirra auðugustu í landinu eru aftur á móti mestmegnis fjármagnstekjur og borga aðeins 10% skatt." Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði flutningsmann á viligötum: "Hann lifir á því að það sé til láglaunafólk" og vitnaði til forystu Ögmundar í BSRB. Sagðist Pétur að ríkisstjórnin ynni að því að fólk gæti sloppið úr fátækragildrum, til dæmis atvinnuleysi og örorkubótum. " Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri-grænna sagði málflutning Péturs einfeldningslegan, ekki væri jafn einfalt að komast af örorkubótum og Pétur léti í veðri vaka.. ás



Fleiri fréttir

Sjá meira


×