Hersetuliðið í 5 ár til viðbótar 19. október 2004 00:01 Engin leið er að kalla hersetuliðið í Írak heim innan fimm ára að mati virtustu sérfræðinga Bretlands í hermálum. Fyrst þá er nokkur von til þess að írakskar öryggissveitir geti tryggt lágmarksöryggi borgara landsins. International Institute for Strategic Studies er með virtustu rannsóknarstofnunum heims á sviði her- og varnarmála. Sérfræðingar stofnunarinnar kynntu í dag mat sitt á stöðu mála í Írak og sögðu að í fyrsta lagi væri nauðsynlegt að öryggissveitir Íraka verði helsta tækið til að halda uppi lögum og reglu. Í þeim séu nú 36 þúsund manns og það geti tekið þær allt að fimm árum að ná upp nauðsynlegri hæfni til að tryggja stöðugleika. Christopher Langton, ofursti og ritstjóri „The Military Balance“, sagði að augljóslega væru ekki nógu margar hersveitir í Írak til að sinna verkefninu. Menn hafi vonað að fjöldi innlendra sveita myndi aukast hraðar og þær yrðu fyrr hæfar en raunin hafi orðið. Þar af leiðandi hafa erlendar hersveitir, sagði Langton, orðið að gera meira en búist var við. Sérfræðingarnir veltu einnig fyrir sér hryðjuverkastríðinu svokallaða og afleiðingum þess. Þeir eru á því að Evrópa sé nú einna líklegasta skotmark hryðjuverkamanna. Dr John Chipman, yfirmaður International Institute for Strategic Studies, sagði að þótt möguleg vanræksla á öryggismálum sé orðin að kosningamáli í Bandaríkjunum væri bandarískt landsvæði síður berskjaldað eftir 11. september. „Árásir á bandarískar hersveitir í Írak hafa ekki jafn mikinn táknrænan og pólitískan þunga og hryðjuverkaárásir á Vesturlöndum,“ sagði Chipman. „Þess vegna getur verið að Evrópa, þar sem róttækni íslamstrúarmanna fer vaxandi og þar sem hryðjuverkamenn eiga greiða leið frá Miðausturlöndum, sé nú ofar á skotmarkalista íslamskra öfgamanna.“ Erlent Fréttir Írak Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Sjá meira
Engin leið er að kalla hersetuliðið í Írak heim innan fimm ára að mati virtustu sérfræðinga Bretlands í hermálum. Fyrst þá er nokkur von til þess að írakskar öryggissveitir geti tryggt lágmarksöryggi borgara landsins. International Institute for Strategic Studies er með virtustu rannsóknarstofnunum heims á sviði her- og varnarmála. Sérfræðingar stofnunarinnar kynntu í dag mat sitt á stöðu mála í Írak og sögðu að í fyrsta lagi væri nauðsynlegt að öryggissveitir Íraka verði helsta tækið til að halda uppi lögum og reglu. Í þeim séu nú 36 þúsund manns og það geti tekið þær allt að fimm árum að ná upp nauðsynlegri hæfni til að tryggja stöðugleika. Christopher Langton, ofursti og ritstjóri „The Military Balance“, sagði að augljóslega væru ekki nógu margar hersveitir í Írak til að sinna verkefninu. Menn hafi vonað að fjöldi innlendra sveita myndi aukast hraðar og þær yrðu fyrr hæfar en raunin hafi orðið. Þar af leiðandi hafa erlendar hersveitir, sagði Langton, orðið að gera meira en búist var við. Sérfræðingarnir veltu einnig fyrir sér hryðjuverkastríðinu svokallaða og afleiðingum þess. Þeir eru á því að Evrópa sé nú einna líklegasta skotmark hryðjuverkamanna. Dr John Chipman, yfirmaður International Institute for Strategic Studies, sagði að þótt möguleg vanræksla á öryggismálum sé orðin að kosningamáli í Bandaríkjunum væri bandarískt landsvæði síður berskjaldað eftir 11. september. „Árásir á bandarískar hersveitir í Írak hafa ekki jafn mikinn táknrænan og pólitískan þunga og hryðjuverkaárásir á Vesturlöndum,“ sagði Chipman. „Þess vegna getur verið að Evrópa, þar sem róttækni íslamstrúarmanna fer vaxandi og þar sem hryðjuverkamenn eiga greiða leið frá Miðausturlöndum, sé nú ofar á skotmarkalista íslamskra öfgamanna.“
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Sjá meira