Kvöðum ekki aflétt 19. október 2004 00:01 Ekki kemur til greina að aflétta kvöðum sem fylgja skipulagi vegna matvöruverslunar Bónuss og Hagkaupa í Spönginni að sögn Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, formanns skipulagsnefndar borgarinnar. Eigandi verslunarinnar Heimilisvörur, sem er á athafnasvæðinu við Fossaleyni í Grafarvogi, hyggst fara í mál við borgaryfirvöld vegna þess að samkvæmt skipulagskvöðunum má ekki opna matvöruverslun þar. "Tilgangurinn með kvöðunum er að styrkja uppbyggingu Spangarinnar, sem þá meginverslunarmiðstöð fyrir Grafarvogshverfið. Þetta er eitthvað sem gert er alls staðar - líka í nágrannasveitarfélögunum," segir Steinunn Valdís. "Þetta snýst um skipulag. Þetta hefur ekkert að gera um það hverjir reka þessar verslanir. Hagkaup fékk þessu úthlutað árið 1996 en þá var Hagkaup í eigu Sigurður Gísla Pálmasonar." Steinunn Valdís segir að auðvitað geti menn ákveðið að breyta skipulaginu seinna. "Aðstæður geta breyst. Ef það verður ákveðið að breyta skipulaginu verður að liggja fyrir hvaða afleðingar það muni hafa í för með sér. Ef það yrði leyft að opna matvöruverslun við Fossaleyni þyrfti að endurskilgreina skipulagið í stærra samhengi, þar með talið gatnakerfið en götur þarna bera kannski ekki þá umferð sem verslunarmiðstöðvum fylgja. Það er allt önnur umferð við verslunarmiðstöð en iðnaðarhverfi." Júlíus Vífill Ingvarsson, lögmaður eiganda Heimilsvara, segir að tilgangi kvaðanna sé náð. Búið sé að byggja upp verslunarmiðstöðina í Spönginni og tími til kominn að heimila öðrum að opna og reka matvöruverslanir í samkeppni við verslanirnar í Spönginni. "Þessu máli er á engan hátt beint gegn Bónus," segir Júlíus Vífill. "Skjólstæðingur minn áleit einfaldlega að hann þyrfti ekki að sæta þessum kvöðum að eilífu. Hann taldi að kvaðirnar hefðu verið settar til að Spöngin gæti byggst upp í friði en ekki til þess að stemma stigu við matvöruverslun á athafnasvæðum í Grafarvogi. " Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Ekki kemur til greina að aflétta kvöðum sem fylgja skipulagi vegna matvöruverslunar Bónuss og Hagkaupa í Spönginni að sögn Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, formanns skipulagsnefndar borgarinnar. Eigandi verslunarinnar Heimilisvörur, sem er á athafnasvæðinu við Fossaleyni í Grafarvogi, hyggst fara í mál við borgaryfirvöld vegna þess að samkvæmt skipulagskvöðunum má ekki opna matvöruverslun þar. "Tilgangurinn með kvöðunum er að styrkja uppbyggingu Spangarinnar, sem þá meginverslunarmiðstöð fyrir Grafarvogshverfið. Þetta er eitthvað sem gert er alls staðar - líka í nágrannasveitarfélögunum," segir Steinunn Valdís. "Þetta snýst um skipulag. Þetta hefur ekkert að gera um það hverjir reka þessar verslanir. Hagkaup fékk þessu úthlutað árið 1996 en þá var Hagkaup í eigu Sigurður Gísla Pálmasonar." Steinunn Valdís segir að auðvitað geti menn ákveðið að breyta skipulaginu seinna. "Aðstæður geta breyst. Ef það verður ákveðið að breyta skipulaginu verður að liggja fyrir hvaða afleðingar það muni hafa í för með sér. Ef það yrði leyft að opna matvöruverslun við Fossaleyni þyrfti að endurskilgreina skipulagið í stærra samhengi, þar með talið gatnakerfið en götur þarna bera kannski ekki þá umferð sem verslunarmiðstöðvum fylgja. Það er allt önnur umferð við verslunarmiðstöð en iðnaðarhverfi." Júlíus Vífill Ingvarsson, lögmaður eiganda Heimilsvara, segir að tilgangi kvaðanna sé náð. Búið sé að byggja upp verslunarmiðstöðina í Spönginni og tími til kominn að heimila öðrum að opna og reka matvöruverslanir í samkeppni við verslanirnar í Spönginni. "Þessu máli er á engan hátt beint gegn Bónus," segir Júlíus Vífill. "Skjólstæðingur minn áleit einfaldlega að hann þyrfti ekki að sæta þessum kvöðum að eilífu. Hann taldi að kvaðirnar hefðu verið settar til að Spöngin gæti byggst upp í friði en ekki til þess að stemma stigu við matvöruverslun á athafnasvæðum í Grafarvogi. "
Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira