Fékk óskina áttfallt uppfylta 19. október 2004 00:01 Sjö einhverfir nemendur Hamraskóla í Grafarvogi snúa til kennslu í dag. Jákvætt svar fékkst í fjórðu tilraun þegar beiðninni var breytt úr undanþágu fyrir þrjá kennara í 23. Yngvi Hagalínsson skólastjóri segir að vel hefði verið hægt að leysa neyð nemendanna með kennurunum þremur. "Ég hef sótt í þrígang áður um undanþágur. Þá hef ég sótt um fyrir þá sérkennara sem kenna í sérdeildinni og alltaf fengið höfnun," segir Yngvi. Sigurður Óli Kolbeinsson fulltrúi Launanefndarinnar í undanþágunefndinni segir í bókun í fundagerð gærdagsins að verið sé að sækja um undanþágu fyrir mun fleiri starfsmenn en nauðsynlegt sé til að afstýra neyðarástandi: "KÍ er augljóslega að hafa einhverja aðra hagsmuni að leiðarljósi en hagsmuni þeirra barna sem sótt er um undanþágu vegna." Þórarna Jónasdóttir fulltrúi kennara í undanþágunefndinni segir aldeilis ekki verið að setja hagsmuni kennara börnunum framar. Hún tjái sig ekki um einstakar beiðnir sem komi fyrir nefndina. Yngvi segir kröfur Kennarasambandsins um alla kennarar til kennslu hafa komið sér á óvart. Mismunandi sé hve mikið börnin sæki tíma hjá kennurunum í almennum bekkjum. Það fari niður í tvo tíma en sé mest um tólf tímar. Hann treysti sér ekki að upplýsa hvernig starfskraftar kennaranna verði nýttir umfram tímakennsluna. Það sé viðkvæmt mál og í athugun. "Börnin þekkja sérdeildina og eru vön að vera þar. Þau verða hins vegar ein með kennurunum og starfsmanni sérdeildar í þeim tímum sem þau eiga að sækja í almennu bekkina með bekkjarfélögum. Það er undarleg staða," segir Yngvi. Umsókn Fellaskóla fyrir alla sex kennara tveggja einhverfra barna í nýstofnaðri sérdeild var frestað þrátt fyrir loforð borgarinnar um full laun kennurunum til handar. Þorsteinn Hjartarson skólastjóri segir tilgreinda ástæðu hafa verið ónógar upplýsingar. Málið verði skoðað. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Sjö einhverfir nemendur Hamraskóla í Grafarvogi snúa til kennslu í dag. Jákvætt svar fékkst í fjórðu tilraun þegar beiðninni var breytt úr undanþágu fyrir þrjá kennara í 23. Yngvi Hagalínsson skólastjóri segir að vel hefði verið hægt að leysa neyð nemendanna með kennurunum þremur. "Ég hef sótt í þrígang áður um undanþágur. Þá hef ég sótt um fyrir þá sérkennara sem kenna í sérdeildinni og alltaf fengið höfnun," segir Yngvi. Sigurður Óli Kolbeinsson fulltrúi Launanefndarinnar í undanþágunefndinni segir í bókun í fundagerð gærdagsins að verið sé að sækja um undanþágu fyrir mun fleiri starfsmenn en nauðsynlegt sé til að afstýra neyðarástandi: "KÍ er augljóslega að hafa einhverja aðra hagsmuni að leiðarljósi en hagsmuni þeirra barna sem sótt er um undanþágu vegna." Þórarna Jónasdóttir fulltrúi kennara í undanþágunefndinni segir aldeilis ekki verið að setja hagsmuni kennara börnunum framar. Hún tjái sig ekki um einstakar beiðnir sem komi fyrir nefndina. Yngvi segir kröfur Kennarasambandsins um alla kennarar til kennslu hafa komið sér á óvart. Mismunandi sé hve mikið börnin sæki tíma hjá kennurunum í almennum bekkjum. Það fari niður í tvo tíma en sé mest um tólf tímar. Hann treysti sér ekki að upplýsa hvernig starfskraftar kennaranna verði nýttir umfram tímakennsluna. Það sé viðkvæmt mál og í athugun. "Börnin þekkja sérdeildina og eru vön að vera þar. Þau verða hins vegar ein með kennurunum og starfsmanni sérdeildar í þeim tímum sem þau eiga að sækja í almennu bekkina með bekkjarfélögum. Það er undarleg staða," segir Yngvi. Umsókn Fellaskóla fyrir alla sex kennara tveggja einhverfra barna í nýstofnaðri sérdeild var frestað þrátt fyrir loforð borgarinnar um full laun kennurunum til handar. Þorsteinn Hjartarson skólastjóri segir tilgreinda ástæðu hafa verið ónógar upplýsingar. Málið verði skoðað.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira