Nóbel Halldórs var umdeildur 20. október 2004 00:01 Hannes Hólmsteinn Gissurarson segir að Halldór Laxness hafi stuðst við skáldsögu frá Mið-Evrópu þegar hann ritaði Atómstöðina. Hann hefur einnig fundið gögn um að mikil andstaða hafi verið innan sænsku akademíunnar við því að Halldóri yrðu veitt Nóbelsverðlaunin. Hannes vinnur sleitulítið að öðru bindi ævisögu sinnar um Halldór Laxness. Hann þorir þó ekki að lofa því að bókin komi út á þessu ári og segir helmingslíkur á því að svo verði. Almenna bókafélagið ætlar að gefa út bókina og til að hafa vaðið fyrir neðan sig segir Bjarni Þorsteinsson, útgáfustjóri forlagsins að bókin verði í Bókatíðindum fyrir þessi jól. Hannes segist hafa uppgötvað eitt og annað við rannsóknir sínar, meðal annars að meðlimir sænsku akademíunnar hafi verið mótfallnir því að veita Halldóri Nóbelsverðlaunin. Hann segir marga í akademíunni hafa viljað sína Íslendingum virðingarvott, en aðrir hafi verið á því að Halldór væri kommúnisti og ekki nógu góður rithöfundir og því hafi skoðanir um Halldór verið mjög skiptar. Hannes segir að af bréfaskiptum nefndarmanna megi ráða að Halldór hafi verið umdeildari verðlaunahafi en flestir þeir sem fengu nóbelsverðlaun um miðja síðustu öld. Halldór Guðmundsson, sem hyggst gefa út ævisögu um nóbelsskáldið eftir mánuð segir þessar upplýsingar vera að finna í sinni bók. Hannes aftekur að hann hafi komið þessum upplýsingum á framfæri til að vera á undan Halldóri, en hann segir fleiri uppgötvanir á leiðinni. Sú næsta verði í fyrirlestri hans í Háskólanum á föstudag um Atómstöðina. Þar muni hann upplýsa hvaða erlendu skáldsögur hafi verið fyrirmyndir af atómstöðinni. Hannes segir að helsta fyrirmynd Halldórs að Atómstöðinni sé skáldsaga sem skrifuð hafi verið á þriðja áratug síðustu aldar í mið-Evrópu, en meira fáum við ekki að vita fyrr en á föstudag. Fréttir Innlent Nóbelsverðlaun Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
Hannes Hólmsteinn Gissurarson segir að Halldór Laxness hafi stuðst við skáldsögu frá Mið-Evrópu þegar hann ritaði Atómstöðina. Hann hefur einnig fundið gögn um að mikil andstaða hafi verið innan sænsku akademíunnar við því að Halldóri yrðu veitt Nóbelsverðlaunin. Hannes vinnur sleitulítið að öðru bindi ævisögu sinnar um Halldór Laxness. Hann þorir þó ekki að lofa því að bókin komi út á þessu ári og segir helmingslíkur á því að svo verði. Almenna bókafélagið ætlar að gefa út bókina og til að hafa vaðið fyrir neðan sig segir Bjarni Þorsteinsson, útgáfustjóri forlagsins að bókin verði í Bókatíðindum fyrir þessi jól. Hannes segist hafa uppgötvað eitt og annað við rannsóknir sínar, meðal annars að meðlimir sænsku akademíunnar hafi verið mótfallnir því að veita Halldóri Nóbelsverðlaunin. Hann segir marga í akademíunni hafa viljað sína Íslendingum virðingarvott, en aðrir hafi verið á því að Halldór væri kommúnisti og ekki nógu góður rithöfundir og því hafi skoðanir um Halldór verið mjög skiptar. Hannes segir að af bréfaskiptum nefndarmanna megi ráða að Halldór hafi verið umdeildari verðlaunahafi en flestir þeir sem fengu nóbelsverðlaun um miðja síðustu öld. Halldór Guðmundsson, sem hyggst gefa út ævisögu um nóbelsskáldið eftir mánuð segir þessar upplýsingar vera að finna í sinni bók. Hannes aftekur að hann hafi komið þessum upplýsingum á framfæri til að vera á undan Halldóri, en hann segir fleiri uppgötvanir á leiðinni. Sú næsta verði í fyrirlestri hans í Háskólanum á föstudag um Atómstöðina. Þar muni hann upplýsa hvaða erlendu skáldsögur hafi verið fyrirmyndir af atómstöðinni. Hannes segir að helsta fyrirmynd Halldórs að Atómstöðinni sé skáldsaga sem skrifuð hafi verið á þriðja áratug síðustu aldar í mið-Evrópu, en meira fáum við ekki að vita fyrr en á föstudag.
Fréttir Innlent Nóbelsverðlaun Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira