Erlent

Fleiri vélmenni inn á heimilin

Sérfræðingar hjá Sameinuðu þjóðunum búast við því að sala á vélmennum til heimilisnota muni sjöfaldast fyrir árið 2007. Heimili í Bandaríkjunum nýta sér nú í auknum mæli þjónustu vélmenna við ýmis misvinsæl heimilisstörf. Vinsælast er að kaupa vélmenni sem sjá um að slá blettinn. Í skýrslu Sameinuðu þjóðanna kemur fram að í fyrra hafi ríflega sex hundruð þúsund vélmenni verið í notkun inni á heimilum. Langstærstur hluti vélmennina er sláttuvélmenni en einnig færist í vöxt að fólk kaupi vélmenni til að sjá um að ryksuga heimilið. Vélmenni sinna þó ekki aðeins húsverkum heldur einnig félagslegum þörfum. Talið er að hátt í sjö hundruð þúsund leikföng á borð við vélhundinn AIBO séu nú í notkun í heiminum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×