Krufning kostar 95 þúsund 21. október 2004 00:01 Það kostar 95 þúsund krónur að kryfja lík á Landsítala háskólasjúkrahúsi. Innifalið er líkskurður, vefjarannsóknir, sýkla- og veirurannsóknir, skýrslugerð og samskipti málsaðila. Magaspeglun kostar hinsvegar 6.152 krónur og viðtal og skoðun augnlæknis 2.700 krónur. Þetta og fleira kemur fram í gjaldskrá LSH og miðast verð við staðgreiðslu eða greiðslu með kreditkorti. Sé ekki greitt við komu á spítalann bætist við 300 króna innheimtukostnaður. Þurfi að leiða barnsfaðernismál til lykta á rannsóknarstofu spítalans í réttarlæknisfræði getur séð á pyngjunni. Séu þrír aðilar til rannsóknar, þ.e. barn, móðir og einn karl, kostar rannsóknin 110 þúsund. Þurfi að rannsaka blóð úr fleiri körlum kostar það 12.500 krónur á mann. Röntgenmyndatökur geta líka kostað sitt, eða allt frá 2.152 krónum og upp í 18 þúsund. Fer gjaldið eftir fjölda mynda og þeim líkamshlutun sem myndaðir eru. Þurfi hjón að leita sér meðferðar á geðsviði spítalans þurfa þau að reiða fram 5.575 krónur fyrir hvert skipti og er þá miðað við einnar og hálfrar stundar viðtal í senn. Foreldraviðtal hjá barnageðlækni er tæpum þúsund kalli dýrara. Kostnaður við að tjasla saman nefbroti nemur rúmum fimm þúsund krónum, viðtal og skoðun nýrnalæknis kostar 3.227 krónur en sami pakki hjá húð- og kynsjúkdómalækni er fimm hundruð krónum ódýrari. Ofantalið miðast við fólk sem er sjúkratryggt á Íslandi. Öryrkjar, aldraðir og börn greiða minna og dágóður afsláttur fæst ef sjúklingar bera afsláttarkort. Sé fólk ekki sjúkratryggt þarf það að reiða fram háar fjárhæðir fyrir þjónustu spítalans. Sólarhringsdvöl á gjörgæslu- og vökudeildum LSH kostar 244.000 en gjaldið er talsvert lægra sé legið á öðrum deildum. Verð einstakra aðgerða getur svo numið frá rúmum 90 þúsund krónum upp í rúm þrettán hundruð þúsund. Allt eftir eðli og umfangi. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Það kostar 95 þúsund krónur að kryfja lík á Landsítala háskólasjúkrahúsi. Innifalið er líkskurður, vefjarannsóknir, sýkla- og veirurannsóknir, skýrslugerð og samskipti málsaðila. Magaspeglun kostar hinsvegar 6.152 krónur og viðtal og skoðun augnlæknis 2.700 krónur. Þetta og fleira kemur fram í gjaldskrá LSH og miðast verð við staðgreiðslu eða greiðslu með kreditkorti. Sé ekki greitt við komu á spítalann bætist við 300 króna innheimtukostnaður. Þurfi að leiða barnsfaðernismál til lykta á rannsóknarstofu spítalans í réttarlæknisfræði getur séð á pyngjunni. Séu þrír aðilar til rannsóknar, þ.e. barn, móðir og einn karl, kostar rannsóknin 110 þúsund. Þurfi að rannsaka blóð úr fleiri körlum kostar það 12.500 krónur á mann. Röntgenmyndatökur geta líka kostað sitt, eða allt frá 2.152 krónum og upp í 18 þúsund. Fer gjaldið eftir fjölda mynda og þeim líkamshlutun sem myndaðir eru. Þurfi hjón að leita sér meðferðar á geðsviði spítalans þurfa þau að reiða fram 5.575 krónur fyrir hvert skipti og er þá miðað við einnar og hálfrar stundar viðtal í senn. Foreldraviðtal hjá barnageðlækni er tæpum þúsund kalli dýrara. Kostnaður við að tjasla saman nefbroti nemur rúmum fimm þúsund krónum, viðtal og skoðun nýrnalæknis kostar 3.227 krónur en sami pakki hjá húð- og kynsjúkdómalækni er fimm hundruð krónum ódýrari. Ofantalið miðast við fólk sem er sjúkratryggt á Íslandi. Öryrkjar, aldraðir og börn greiða minna og dágóður afsláttur fæst ef sjúklingar bera afsláttarkort. Sé fólk ekki sjúkratryggt þarf það að reiða fram háar fjárhæðir fyrir þjónustu spítalans. Sólarhringsdvöl á gjörgæslu- og vökudeildum LSH kostar 244.000 en gjaldið er talsvert lægra sé legið á öðrum deildum. Verð einstakra aðgerða getur svo numið frá rúmum 90 þúsund krónum upp í rúm þrettán hundruð þúsund. Allt eftir eðli og umfangi.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira