Hæsta álagnings tannlæknis 103% 21. október 2004 00:01 Einn tannlæknir verðleggur þjónustu sína 103% yfir gjaldskrá heilbrigðisráðherra, að sögn Reynis Jónssonar tryggingayfirtannlæknis. Meðalatalshækkun tannlæknastéttarinnar á ráðherragjaldskrá á þessu ári virðist vera milli 15 - 20% að sögn Reynis. Þetta eru upplýsingar úr nýrri könnun sem gerð var af Tryggingastofnun fyrir fyrstu níu mánuði þessa árs á verðlagningu á þjónustu tannlækna. Gunnar Leifsson tannlæknir og formaður upplýsinganefndar Tannlæknafélags Íslands benti á það í blaðinu í gær, að heimildir TR til endurgreiðslu á tannlæknaþjónustu hefðu verið vannýttar um 262 milljónir króna á síðustu tveimur árum. Reynir staðfesti að þessar tölur væru réttar. Hann sagði að ef tekið væri tímabilið 1998 - 2003, þá hefðu samtals 117 milljónir ekki verið notaðar í heildina á þeim árum. Á enn lengra tímabili, frá 1991 - 2003 hefðu verið greiddar 324 milljónir umfram heimildir. Mest hafi verið greitt umfram 36,2%, þá 15,4% og 14% fram úr. Á þremur síðustu árum hefði vannýtingin mest verið 12, 2% árið 2002 og 9% árið 2001. Þá hefði hún verið 2,7% fyrir síðasta ár. "Skýringarnar á þessum sveiflum eru einfaldlega þær, að áætlað er hversu mikið þurfi að nota til tannlækninga," sagði Reynir. "Það er eðlilegt að það sé allt að 2,5% sveifla á milli ára. Þegar þetta eru orðnar stærri tölur, þá skýrist það af einhverjum öðrum þáttum, sem erfitt er að segja nákvæmlega til um hverjir séu." Hann benti á að allt til ársins 1999 hefðu tannlæknagjaldskrár verið bundnar í samninga. Nú væri tannlæknum frjálst að verðleggja þjónustu sína. "Kannski hafa hækkanir hjá tannlæknum verið það miklar umfram gjaldskrá ráðherra að það hafi dregið úr heimsóknum fólks. Þetta kann að vera hluti af skýringunni." Reynis kvaðst þeirrar skoðunar að hækka þyrfti gjaldskrá ráðherra oftar en gert hefði verið. Þá kvaðst hann leggja áherslu á að vannýttar heimildir yrðu notaðar þar sem þeirra væri þörf í tannlæknaþjónustu, en ekki láta það ganga til baka. Margt hefði áunnist í þeim efnum, en enn væru óunnin verk sem kölluðu á aðstoð hins opinbera. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Einn tannlæknir verðleggur þjónustu sína 103% yfir gjaldskrá heilbrigðisráðherra, að sögn Reynis Jónssonar tryggingayfirtannlæknis. Meðalatalshækkun tannlæknastéttarinnar á ráðherragjaldskrá á þessu ári virðist vera milli 15 - 20% að sögn Reynis. Þetta eru upplýsingar úr nýrri könnun sem gerð var af Tryggingastofnun fyrir fyrstu níu mánuði þessa árs á verðlagningu á þjónustu tannlækna. Gunnar Leifsson tannlæknir og formaður upplýsinganefndar Tannlæknafélags Íslands benti á það í blaðinu í gær, að heimildir TR til endurgreiðslu á tannlæknaþjónustu hefðu verið vannýttar um 262 milljónir króna á síðustu tveimur árum. Reynir staðfesti að þessar tölur væru réttar. Hann sagði að ef tekið væri tímabilið 1998 - 2003, þá hefðu samtals 117 milljónir ekki verið notaðar í heildina á þeim árum. Á enn lengra tímabili, frá 1991 - 2003 hefðu verið greiddar 324 milljónir umfram heimildir. Mest hafi verið greitt umfram 36,2%, þá 15,4% og 14% fram úr. Á þremur síðustu árum hefði vannýtingin mest verið 12, 2% árið 2002 og 9% árið 2001. Þá hefði hún verið 2,7% fyrir síðasta ár. "Skýringarnar á þessum sveiflum eru einfaldlega þær, að áætlað er hversu mikið þurfi að nota til tannlækninga," sagði Reynir. "Það er eðlilegt að það sé allt að 2,5% sveifla á milli ára. Þegar þetta eru orðnar stærri tölur, þá skýrist það af einhverjum öðrum þáttum, sem erfitt er að segja nákvæmlega til um hverjir séu." Hann benti á að allt til ársins 1999 hefðu tannlæknagjaldskrár verið bundnar í samninga. Nú væri tannlæknum frjálst að verðleggja þjónustu sína. "Kannski hafa hækkanir hjá tannlæknum verið það miklar umfram gjaldskrá ráðherra að það hafi dregið úr heimsóknum fólks. Þetta kann að vera hluti af skýringunni." Reynis kvaðst þeirrar skoðunar að hækka þyrfti gjaldskrá ráðherra oftar en gert hefði verið. Þá kvaðst hann leggja áherslu á að vannýttar heimildir yrðu notaðar þar sem þeirra væri þörf í tannlæknaþjónustu, en ekki láta það ganga til baka. Margt hefði áunnist í þeim efnum, en enn væru óunnin verk sem kölluðu á aðstoð hins opinbera.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira