Skólagjöld leyfð í ríkisháskólum? 22. október 2004 00:01 Ríkisstjórnin skoðar að leggja fram frumvarp sem heimilar skólagjöld í framhaldsnámi í íslenskum ríkisháskólum. Endanleg ákvörðun liggur þó ekki fyrir. Ólafur Proppé, rektor Kennaraháskóla Íslands, segir aðeins tímaspursmál hvenær skólagjöld haldi innreið sína í ríkisháskólana. Þeir geti ekki keppt við einkaskóla að óbreyttu. Aðstoðarmaður menntamálaráðherra staðfesti í dag að ráðherrann væri að skoða kosti og galla þess að leggja fram slíkt frumvarp á þessu þingi. Ekki væri búið að semja sjálft frumvarpið og endanleg ákvörðun lægi því ekki fyrir. Um er að ræða skólagjöld á nemendur sem hafa lokið grunnmenntun í háskóla en sækja sér framhaldsnám til meistara- eða doktorsgráðu. Háskólinn í Reykjavík fékk á fjárlögum fé til að hafa sextíu nemendur í fullu kennaranámi. Ólafur Proppé segist ekki kveinka sér undan samkeppni en það sé ljóst að það sé ekki jafnræði með skólunum þar sem annar þeirra geti auk fullra ríkisframlaga innheimt skólagjöld af nemendum. Hann segir að það sé einungis tímaspursmál hvenær skólagjöld halda innreið sína í íslenska ríkisháskóla. Þeir séu ekki samkeppisfærir eins og staðan sé núna og Ólafur vill að breyting verði þar á. Ólafur segir það kannski ekkert óeðlilegt að fólk fjárfesti beint í eigin menntun og sæki síðan hærri laun í samræmi við það þegar út á vinnumarkaðinn sé komið. Það þurfi hins vegar að gæta að því að námslánakerfið taki mið af því að allir geti verið með. Hann segir að umræðan um skólagjöld hér sé hins vegar slagorðakennd og menn séu fastir í skotgrafahernaði. Hún sé þó að komast upp á yfirborðið og á Ólafur von á að hún komist inn á Alþingi í vetur. „Ef menn vilja góða háskóla þá verða þeir að fjármagna þá,“ segir Ólafur. Fréttir Innlent Skóla - og menntamál Stj.mál Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Ríkisstjórnin skoðar að leggja fram frumvarp sem heimilar skólagjöld í framhaldsnámi í íslenskum ríkisháskólum. Endanleg ákvörðun liggur þó ekki fyrir. Ólafur Proppé, rektor Kennaraháskóla Íslands, segir aðeins tímaspursmál hvenær skólagjöld haldi innreið sína í ríkisháskólana. Þeir geti ekki keppt við einkaskóla að óbreyttu. Aðstoðarmaður menntamálaráðherra staðfesti í dag að ráðherrann væri að skoða kosti og galla þess að leggja fram slíkt frumvarp á þessu þingi. Ekki væri búið að semja sjálft frumvarpið og endanleg ákvörðun lægi því ekki fyrir. Um er að ræða skólagjöld á nemendur sem hafa lokið grunnmenntun í háskóla en sækja sér framhaldsnám til meistara- eða doktorsgráðu. Háskólinn í Reykjavík fékk á fjárlögum fé til að hafa sextíu nemendur í fullu kennaranámi. Ólafur Proppé segist ekki kveinka sér undan samkeppni en það sé ljóst að það sé ekki jafnræði með skólunum þar sem annar þeirra geti auk fullra ríkisframlaga innheimt skólagjöld af nemendum. Hann segir að það sé einungis tímaspursmál hvenær skólagjöld halda innreið sína í íslenska ríkisháskóla. Þeir séu ekki samkeppisfærir eins og staðan sé núna og Ólafur vill að breyting verði þar á. Ólafur segir það kannski ekkert óeðlilegt að fólk fjárfesti beint í eigin menntun og sæki síðan hærri laun í samræmi við það þegar út á vinnumarkaðinn sé komið. Það þurfi hins vegar að gæta að því að námslánakerfið taki mið af því að allir geti verið með. Hann segir að umræðan um skólagjöld hér sé hins vegar slagorðakennd og menn séu fastir í skotgrafahernaði. Hún sé þó að komast upp á yfirborðið og á Ólafur von á að hún komist inn á Alþingi í vetur. „Ef menn vilja góða háskóla þá verða þeir að fjármagna þá,“ segir Ólafur.
Fréttir Innlent Skóla - og menntamál Stj.mál Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira