Erlent

Bandarískur embættismaður drepinn

Bandarískur embættismaður var drepinn í sprengjuárás í Írak í morgun. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, greindi frá þessu í tilkynningu fyrir stundu. Embættismaðurinn hét Ed Seitz og var yfirmaður öryggismála í Írak. Auk láts hans særðist bandarískur hermaður í árásinni sem gerð var á búðir hersetuliðsins í Bagdad. Þá fannst höfuðlaust lík manns í jakkafötum á floti í ánni Tígris, skammt frá borginni Kirkúk, í morgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×