Braut gegn fósturdóttur sinni 25. október 2004 00:01 Maður var í Héraðsdómi Reykjaness dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa haft samfarir og önnur kynferðismök við fósturdóttur sína. Hann var jafnframt sakfelldur fyrir að hafa káfað á vinkonu hennar og fyrir vörslu barnakláms. Fósturdóttir mannsins var fjórtán ára þegar hann káfaði á brjóstum hennar innanklæða. Þá hafði hann í nokkur skipti samfarir við stúlkuna á salerni og á skrifstofu á vinnustað sínum og í hjónarúmi á heimili sínu þegar hún var fimmtán ára gömul. Maðurinn er einnig dæmdur fyrir að hafa káfað tvisvar innanklæða á brjóstum fimmtán ára vinkonu fósturdótturinnar og þannig sært blygðunarsemi hennar. Þá er maðurinn sakfelldur fyrir vörslu barnakláms en lögregla fann í húsleit á heimili hans fjölmargar kvikmyndir og ljósmyndir sem sýndu börn á klámfenginn og kynferðislegan hátt. Manninum var gert að greiða fósturdótturinni 1,2 milljónir króna í miskabætur og til að greiða vinkonu hennar 150 þúsund krónur. Þá var honum gert að greiða eina milljón króna í málskostnað. Fósturdóttir mannsins flutti að heiman eftir að hún sagði frá kynferðisofbeldinu. Hún fékk takmarkaðan stuðning fjölskyldunnar. Henni var meðal annars meinað að hitta yngri systkini sín um tíma. Sálfræðingur sem hefur haft stúlkuna til meðferðar segir kynferðisofbeldið hafa valdið henni alvarlegum, tilfinningalegum og félagslegum erfiðleikum og geti haft að einhverju leyti áhrif á persónuleika hennar og félagsmótun. Fósturfaðir og móðir stúlkunnar reyndu margoft að fá hana til að falla frá málinu. Fósturfaðir hennar sagði meðal annars að hún skyldi draga kæruna til baka því hann yrði aldrei sakfelldur fyrir annað en barnaklámsefnið. Móðir stúlkunnar bað stúlkuna ítrekað að láta málið niður falla og hugsa með því til yngri systkina sinna. Móðirin spurði dóttur sína jafnframt að því hvort hún og fósturfaðir hennar hefðu ekki gert þetta saman. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hljóp á sig Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira
Maður var í Héraðsdómi Reykjaness dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa haft samfarir og önnur kynferðismök við fósturdóttur sína. Hann var jafnframt sakfelldur fyrir að hafa káfað á vinkonu hennar og fyrir vörslu barnakláms. Fósturdóttir mannsins var fjórtán ára þegar hann káfaði á brjóstum hennar innanklæða. Þá hafði hann í nokkur skipti samfarir við stúlkuna á salerni og á skrifstofu á vinnustað sínum og í hjónarúmi á heimili sínu þegar hún var fimmtán ára gömul. Maðurinn er einnig dæmdur fyrir að hafa káfað tvisvar innanklæða á brjóstum fimmtán ára vinkonu fósturdótturinnar og þannig sært blygðunarsemi hennar. Þá er maðurinn sakfelldur fyrir vörslu barnakláms en lögregla fann í húsleit á heimili hans fjölmargar kvikmyndir og ljósmyndir sem sýndu börn á klámfenginn og kynferðislegan hátt. Manninum var gert að greiða fósturdótturinni 1,2 milljónir króna í miskabætur og til að greiða vinkonu hennar 150 þúsund krónur. Þá var honum gert að greiða eina milljón króna í málskostnað. Fósturdóttir mannsins flutti að heiman eftir að hún sagði frá kynferðisofbeldinu. Hún fékk takmarkaðan stuðning fjölskyldunnar. Henni var meðal annars meinað að hitta yngri systkini sín um tíma. Sálfræðingur sem hefur haft stúlkuna til meðferðar segir kynferðisofbeldið hafa valdið henni alvarlegum, tilfinningalegum og félagslegum erfiðleikum og geti haft að einhverju leyti áhrif á persónuleika hennar og félagsmótun. Fósturfaðir og móðir stúlkunnar reyndu margoft að fá hana til að falla frá málinu. Fósturfaðir hennar sagði meðal annars að hún skyldi draga kæruna til baka því hann yrði aldrei sakfelldur fyrir annað en barnaklámsefnið. Móðir stúlkunnar bað stúlkuna ítrekað að láta málið niður falla og hugsa með því til yngri systkina sinna. Móðirin spurði dóttur sína jafnframt að því hvort hún og fósturfaðir hennar hefðu ekki gert þetta saman.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hljóp á sig Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira