Braut gegn fósturdóttur sinni 25. október 2004 00:01 Maður var í Héraðsdómi Reykjaness dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa haft samfarir og önnur kynferðismök við fósturdóttur sína. Hann var jafnframt sakfelldur fyrir að hafa káfað á vinkonu hennar og fyrir vörslu barnakláms. Fósturdóttir mannsins var fjórtán ára þegar hann káfaði á brjóstum hennar innanklæða. Þá hafði hann í nokkur skipti samfarir við stúlkuna á salerni og á skrifstofu á vinnustað sínum og í hjónarúmi á heimili sínu þegar hún var fimmtán ára gömul. Maðurinn er einnig dæmdur fyrir að hafa káfað tvisvar innanklæða á brjóstum fimmtán ára vinkonu fósturdótturinnar og þannig sært blygðunarsemi hennar. Þá er maðurinn sakfelldur fyrir vörslu barnakláms en lögregla fann í húsleit á heimili hans fjölmargar kvikmyndir og ljósmyndir sem sýndu börn á klámfenginn og kynferðislegan hátt. Manninum var gert að greiða fósturdótturinni 1,2 milljónir króna í miskabætur og til að greiða vinkonu hennar 150 þúsund krónur. Þá var honum gert að greiða eina milljón króna í málskostnað. Fósturdóttir mannsins flutti að heiman eftir að hún sagði frá kynferðisofbeldinu. Hún fékk takmarkaðan stuðning fjölskyldunnar. Henni var meðal annars meinað að hitta yngri systkini sín um tíma. Sálfræðingur sem hefur haft stúlkuna til meðferðar segir kynferðisofbeldið hafa valdið henni alvarlegum, tilfinningalegum og félagslegum erfiðleikum og geti haft að einhverju leyti áhrif á persónuleika hennar og félagsmótun. Fósturfaðir og móðir stúlkunnar reyndu margoft að fá hana til að falla frá málinu. Fósturfaðir hennar sagði meðal annars að hún skyldi draga kæruna til baka því hann yrði aldrei sakfelldur fyrir annað en barnaklámsefnið. Móðir stúlkunnar bað stúlkuna ítrekað að láta málið niður falla og hugsa með því til yngri systkina sinna. Móðirin spurði dóttur sína jafnframt að því hvort hún og fósturfaðir hennar hefðu ekki gert þetta saman. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Maður var í Héraðsdómi Reykjaness dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa haft samfarir og önnur kynferðismök við fósturdóttur sína. Hann var jafnframt sakfelldur fyrir að hafa káfað á vinkonu hennar og fyrir vörslu barnakláms. Fósturdóttir mannsins var fjórtán ára þegar hann káfaði á brjóstum hennar innanklæða. Þá hafði hann í nokkur skipti samfarir við stúlkuna á salerni og á skrifstofu á vinnustað sínum og í hjónarúmi á heimili sínu þegar hún var fimmtán ára gömul. Maðurinn er einnig dæmdur fyrir að hafa káfað tvisvar innanklæða á brjóstum fimmtán ára vinkonu fósturdótturinnar og þannig sært blygðunarsemi hennar. Þá er maðurinn sakfelldur fyrir vörslu barnakláms en lögregla fann í húsleit á heimili hans fjölmargar kvikmyndir og ljósmyndir sem sýndu börn á klámfenginn og kynferðislegan hátt. Manninum var gert að greiða fósturdótturinni 1,2 milljónir króna í miskabætur og til að greiða vinkonu hennar 150 þúsund krónur. Þá var honum gert að greiða eina milljón króna í málskostnað. Fósturdóttir mannsins flutti að heiman eftir að hún sagði frá kynferðisofbeldinu. Hún fékk takmarkaðan stuðning fjölskyldunnar. Henni var meðal annars meinað að hitta yngri systkini sín um tíma. Sálfræðingur sem hefur haft stúlkuna til meðferðar segir kynferðisofbeldið hafa valdið henni alvarlegum, tilfinningalegum og félagslegum erfiðleikum og geti haft að einhverju leyti áhrif á persónuleika hennar og félagsmótun. Fósturfaðir og móðir stúlkunnar reyndu margoft að fá hana til að falla frá málinu. Fósturfaðir hennar sagði meðal annars að hún skyldi draga kæruna til baka því hann yrði aldrei sakfelldur fyrir annað en barnaklámsefnið. Móðir stúlkunnar bað stúlkuna ítrekað að láta málið niður falla og hugsa með því til yngri systkina sinna. Móðirin spurði dóttur sína jafnframt að því hvort hún og fósturfaðir hennar hefðu ekki gert þetta saman.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira